Vegagerðin bakkar ekki með Vestfjarðaveg
Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi.
Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum.
Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru.
Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps.
Frétt tekin af visir.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir