A A A

Veggspjaldasýning um Stein Emilsson jarðfræðing 2013

Með skráningu jarðfræðisafns Steins Emilssonar árið 2007 kom upp sú hugmynd að sýna og fræða fólk um líf og verk þessa athafnamanns (1893-1975) sem m.a var skólastjóri í Bolungarvík og ritstjóri tímaritsins „Vesturlands“.

Á veggspjaldasýningunni er m.a. fjallað um jarðvegsrannsóknir Steins á Íslandi sem hann borgaði yfirleitt úr eigin vösum, um tillögur hans um jarðfræði Íslands og áhrif verkefna hans á vísindin og þjóðfélagið. Steinn Emilsson, jarðfræðingur (Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1999).
 

Stuðst var við greinar sem hann samdi sjálfur og hafa verið skrifaðar um hann en ekki síður Steina- og jarðfræðisafnið hans og dagbækur sem erfingjar Steins afhentu Náttúrugripasafni Bolungarvíkur árið 1998. Sýningin er farandssýning sem sýnd er bæði í skólum og söfnum á Vestfjörðum.

Sýningin var fyrst sett upp í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.
 

Sýningin er nú uppsett í anddyri Skorar þekkingarseturs á Patreksfirði og er opin virka daga á opnunartíma setursins næstu vikur.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón