A A A

Vegna covid-smita á sunnanverðum Vestfjörðum

Nokkur covid-smit hafa nú komið upp á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegna þessa fundaði aðgerðarstjórn Almannavarna fyrr í dag og einnig aðgerðarstjórn Tálknafjarðarhrepps. Að svo stöddu þykir ekki ástæða til að grípa til takmarkanna á starfsemi stofnannaTálknafjarðarhrepps umfram það sem almennar sóttvarnarreglur segja til um, en náið verður fylgst með þróun mála í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og aðgerðarstjórn Almannavarna. Ýmsum viðburðum sem voru ráðgerðir á næstu dögum og kalla á að fólk komi saman verður frestað og verður það betur kynnt eins og við á í hverju tilfelli.
 

Allt fólk er hvatt til að gæta að vel að persónubundnum sóttvörnum og við saman verðum að gera allt það sem í valdi okkar stendur til að hindra frekari útbreiðslu smita í samfé­laginu. Þá eru fyrirtæki á Tálknafirði hvött til að huga að sóttvörnum í sinni starfsemi.
 

Opið verður í sýna­töku á vegum Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða í Félags­heim­ilinu á Patreks­firði frá kl. 21:00 í kvöld og aftur kl. 08:00 á morgun, miðviku­daginn 24. nóvember nk. Allir íbúar með einkenni, þó þau séu lítil, eða með tengsl við smitaða einstak­linga eru hvattir til að nýta sér sýna­tökuna og opið er fyrir bókanir á heilsuvera.is.
 

Ólafur Þór Ólafsson

sveitarstjóri

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón