Vegna covid-smita á sunnanverðum Vestfjörðum
Síðustu daga hafa 19 einstaklingar greinst með covid-19 á Patreksfirði, þar af greindust 8 smit í dag, en flest þeirra voru innan sóttkvíar. Vettvangsstjórn almannavarna á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fundað yfir helgina vegna fjölgunar smita, en smitin teygja sig inn í leik- og grunnskóla á Patreksfirði. Að þessu sinni hafa staðfest smit ekki komið upp á Tálknafirði og því er skólastarf Tálknafjarðarskóla og önnur starfsemi sveitarfélagsins áfram með eðlilegum hætti.
Næstu daga hvetjum við íbúa til að fara sérstaklega varlega og draga úr öllu samneyti nema brýna nauðsyn beri til. Þeir aðilar sem hyggjast standa fyrir viðburðum eru hvattir til að fresta þeim í að minnsta kosti um viku. Ef minnstu einkenna verður vart, eru íbúar hvattir til að skrá sig í sýnatöku og ekki mæta til vinnu eða í skóla og fara varlega, þar sem veiran er sérstaklega smitandi.
Fylgst verður áfram vel með þróun smita næstu daga og brugðist skjótt við í starfsemi sveitarfélagsins ef þörf krefur.
Gætum að sóttvörnum, mætum í sýnatöku ef einkenna verður vart og saman komumst við í gegnum þetta.
Ólafur Þór Ólafsson
sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir