Vélgæsla - námskeið á Bíldudal
Námskeiðið hefst 11. október.
Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður, á skipum allt að 12 metrar að skráningarlengd með vélarafl allt að 750 kW (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)). Að loknu 7 eininga viðbótarnámi í framhaldsskóla, sem skilgreint er í námskrá öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með allt að 750 kW vél (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með allt að 750 kW vél og allt að 24 metrar að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)).
Kennari: Jóhann Bæring Gunnarsson.
Tími: Kennt í tveimur lotum, sú fyrri er fös. 11. okt. kl. 13-22, lau. 12. okt. kl. 9-18:20, sun. 13. okt. kl. 9-18:20. Seinni lotan er lau. 26. okt.-mán. 28. okt. kl. 9-18:20.
Lengd: 85 kennslustundir.
Staður: Bíldudalur.
Verð: 105.000 kr.
Námsmat: Samanstendur af verkefnum og prófum. Nemendur þurfa að lágmarki 5 í lokaeinkunn.
Sjá nánar hér: https://www.frmst.is/namskeid/rettindanam/Velgaesla_8/
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir