A A A

Velheppnaðir íbúafundir

Í síðustu viku fóru fram fimm íbúafundir þar sem kynnt voru drög að stöðugreiningu og forsendum fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Fundirnir voru haldnir á Barðaströnd, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal ásamt því sem haldinn var fundur sérstaklega fyrir fólk af erlendum uppruna á Tálknafirði. Þegar kynningu lauk bauðst íbúum að taka þátt í vinnustofu þar sem þau gátu komið á framfæri sínu áliti á hugsanlegri sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Samstarfsnefndin mun í framhaldinu vinna úr þeim ábendingum. 

 

Nánar má lesa um fundina á heimasíðunni vestfirdingar.is sem birtir upplýsingar og frettir er varða sameiningarviðræður Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar á þessari slóð:

 

https://www.vestfirdingar.is/is/um-verkefnid/frettir/velheppnadir-ibuafundir

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón