A A A

Verkefni Landsbyggðavina

Fimmtudaginn 9. maí bauð 9.-10. bekkur á opið hús í Tálknafjarðarskóla til þess að fylgjast með úrslitakeppni um verkefni Landsbyggðavina sem nemendur gerðu til að fegra, breyta og bæta bæinn sinn, Tálknafjörð. Gaman var að sjá hversu margir voru komnir til að fylgjast með; foreldrar, kennara og sveitarstjórnarfólk.
 

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðavina kom til þess að fylgjast með kynningu nemendanna og í dómnefnd sátu þeir Páll Líndal, Ph.D í umhverfissálfærði, stundakennari við HÍ, Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson Ph.D. í lífrænni efnafærði, dósent við HÍ, og Freyja Magnúsdóttir fulltrúa atvinnulífsins á Tálknafirði.
 

Í verkefniLandsbyggðavina: Framtíðin er núna fengu nemendur það verkefni að hugleiða hvaða tækifæri og auðlegð búi í þorpinu sínu. Þrjú verkefni komust í úrslit:

  • Þyrlupallur á Tálknafirði

  • Jörðmynd

  • Hjólabrettagarður á Tálknafirði.

Dómnefndin var sammála um ágæti allra verkefnanna og Páll Líndal, formaður dómnefndar, hvatti nemendur til þess að halda áfram með verkefnin. Gaman er að segja frá því að hópar tveggja verkefna hafa áframsent erindi til sveitarstjórnar vegna verkefnanna. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Tekið af vef Tálknafjarðarskóla.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón