A A A

Vestanvindar í Edinborgarhúsinu

Rögnvaldur Ólafsson
Rögnvaldur Ólafsson

Vestanvindar

 

Dagskrá tileinkuð fyrsta íslenska arkitektinum Rögnvaldi Á Ólafssyni í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á annan í Hvítasunnu 28. maí 2012 kl. 14:00

ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR UM ALDAMÓT: HÖFUÐSTAÐUR MEÐ REISN
erindi Sigurðar Péturssonar sagnfræðings

HUGMYNDASMIÐUR HEIMASTJÓRNARÁRANNA - HUGLEIÐING UM RÖGNVALD ÓLAFSSON OG VERK HANS
erindi Péturs H Ármannssonar arkitekts og fræðimanns

Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar stefnuskrá og framtíðarplön kynnt í fyrsta sinn opinberlega

Afhjúpun söguspjalds um Rögnvald í anddyri Edinborgarhússins.

15:30 - Rútuferð á söguslóðir í Dýrafirði þar sem kynntur verður upplýsingabæklingur um byggingar og staði sem tengjast Rögnvaldi Ólafssyni á Vestfjörðum og víðar um land

Kaffiveitingar á Núpi og ekið aftur til Ísafjarðar um kl. 18:00

Allir eru velkomnir – aðgangur er ókeypis

 

Um erindi Sigurðar Péturssonar:
Ísafjarðarkaupstaður um aldamót: Höfuðstaður með reisn.
Ísafjarðarkaupstaður var annar fjölmennasti kaupstaður landsins um aldamótin 1900. Á næsta áratug fjölgaði íbúum Ísafjarðar um 700, í kjölfar vélbátabyltingar við Ísafjarðardjúp. Mörg reisuleg timburhús voru byggð á þeim árum, hús sem sett hafa svip á Eyrina æ síðan og mótað mynd kaupstaðarins. Edinborgarhúsið var byggt á þessum tíma af stórhuga verslunarfyrirtæki sem ruddi braut nýjum tíma í verslunarháttum.
Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti íslenski arkitektinn, teiknaði stórhýsið Edinborg, í höfuðstað Vesturlands.

Um fyrirlesarana:
Sigurður Pétursson
sagnfræðingur er Ísfirðingur. Hann vinnur að ritun sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum. Fyrsta bindi þeirrar sögu kom út árið 2011 og nefnist Vindur í seglum. Það fjallar um tímabilið 1890-1930. Sigurður lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hann hefur áður birt ritgerðir og greinar um sögu verkalýðshreyfingar og byggðar á Vestfjörðum og ritað bók um 100 ára sögu Sparisjóðs Bolungarvíkur.
Pétur H. Ármannsson (f. 1961) stundaði nám í arkitektúr við Toronto-háskóla í Kanada og lauk meistaraprófi í sömu grein frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1990. Deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur 1993-2005. Gestakennari við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá 2002. Arkitekt hjá Glámu-Kím arkitektum ehf. auk sjálfstæðra rannsóknar- og ráðgjafarverkefna frá 2005. Fulltrúi Arkitektafélags Íslands í Húsafriðunarnefnd 2000-2009. Faglegur umsagnaraðili Norræna menningarsjóðsins (Nordisk Kulturfond) á sviði arkitektúrs 2004-2005. Höfundur ritsmíða, fyrirlestra og dagskrárefnis um íslenska byggingarlist á 20. öld.

 

Styrktaraðilar:

  • Menningarráð Vestfjarða.
  • Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
  • Edinborg - Bistro Café - Bar
  • Menningarmiðstöðin Edinborg.
  • Edinborgarhúsið ehf.
  • Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar.

    http://www.edinborg.is 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón