Vinnuskóli 2023
Börnum á Tálknafirði sem eru fædd 2007-2010 býðst að taka þátt í Vinnuskólanum í þrjár vikur sumarið 2023, frá og með mánudeginum 26. júní n.k.
Það hefur ekki tekist að ráða flokkstjóra til starfa í sumar og því hefur starfsemin ekki farið af stað. Nú hefur Jóna Sigursveinsdóttir hefur hins vegar tekið að sér umsjón með Vinnuskólanum hluta sumars og því er hægt að bjóða ungmennum upp á vinnu hálfan daginn í þrjár vikur. Unnið verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00 til 12:00 og verður fyrsti vinnudagur mánudaginn 26. júní 2023 og sá síðasti fimmtudaginn 13. júlí 2023.
Skila þarf útfylltu umsóknareyðublaði á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og er mikilvægt að það sé undirritað af forráðamanni. Hægt er að nálgast umsóknareyðublaðið á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps eða hér.
Hér má finna nánari upplýsingar um Vinnuskóla Tálknafjarðar 2023.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir