Vísnakvöld í Dunhaga
Nú er komið að því! Vísnakvöld í Dunhaga, Tálknafirði verður haldið laugardagskvöldið 18.febrúar. Húsið opnar kl. 20.30 og dagskráin hefst þegar allt er orðið klárt!
Vísnakvöldið er haldið til fjáröflunar fyrir Björgunarsveitina Tálkna, Kvenfélagið Hörpu og Ungmennafélag Tálknafjarðar. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Þeir sem vilja, mega taka með sér söngvatn eða aðrar veitingar.
Aldurstakmark 16 ár.
Öllum er heimilt að koma fram með skemmtiatriði, syngja, spila á hljóðfæri, lesa ljóð, flytja vísur, frumsamdar eða eftir aðra, segja skemmtisögur eða annað sem gaman er að og vekur hlátur.Eina skilyrðið er að vera skemmtilegur!
Verðlaun fyrir bestu vísubotnana.
Nærsveitungar okkar Tálknfirðinga hjartanlega velkomnir.
Maður er manns gaman!
Mætum öll og njótum þess að hittast og eiga góða stund saman.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir