Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps 2021
Yfirflokksstjóri:
Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
Flokksstjóri:
Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstakling sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði, er góð fyrirmynd, stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Viðkomandi skal hafa náð 18 ára aldri.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2021.
Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband Íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknum skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps á þessari slóð:
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir