Stóra-Laugardalskirkja
Stóra-Laugardalskirkja var vígð annan sunnudag í núviknaföstu 1907. Kirkjan er bjálkakirkja, tilsniðin í Noregi. Ýmsar sögur eru til um eignarhald kirkjunnar en Einar Ben eignaðist kirkjuna á sínum tíma, sem og jörðina sem Tálknafjarðarkirkja stendur á, en mun aldrei hafa greitt fyrir jarðirnar.
Altaristafla kirkjunnar er eftirlíking af síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci.
Sjaldan er messað í Stóra-Laugardalskirkju nú orðið en þó er reynt að messa alla veganna einu sinni á sumri.