Tálknafjarðarkirkja
Tálknafjarðarkirja var vígð 5. maí 2002 og er fyrsta timburkirkjan sem byggð hefur verið á Íslandi í háa herrans tíð. Arkitekt kirkjunnar er Elísabet Gunnarsdóttir á Ísafirði.
Altari kirkjunnar er hannað af Hreini Friðfinnssyni sem og altaristaflan sem ekki er eiginleg altaristafla heldur stór veggur alsettur glitperlum.
Messað er á þriggja vikna fresti að jafnaði.
Formaður sóknarnefndar: Ása Jónsdóttir asajons@snerpa.is
Minningarkort kirkjunnar er hægt að kaupa í síma 456-2700.