A A A

Laus störf í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar - framlengdur umsóknarfrestur

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laus störf í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar.

 

Leitað er að einstaklingum með góða þjónustulund og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Kunnátta í a.m.k. einu tungumáli auk íslensku er kostur. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast hæfnispróf sundstaða.

 

Starfsfólk í Íþróttamiðstöð sinnir almennri afgreiðslu, þrifum, sundlaugarvörslu auk eftirlits með íþróttahúsi og klefum. Unnið er á vöktum dag, kvöld og helgar.. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní 2024 eða eftir samkomulagi. Bæði er hægt að sækja um framtíðarstarf sem og starf við sumarafleysingar. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar tilheyrir fjölskyldusviði Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar æskulýðslaga nr. 70/2007 áður en fólk er ráðið til starfa í íþróttamiðstöð. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða sveitarstjori@talknafjordur.is.

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði. Umsóknarfrestur hefur veirð framlengdur til og með 15. maí 2024 og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður við skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 30 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er öflugur grænfánaskóli, heilsueflandi skóli og UNESCO skóli.  


Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri. 


Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður: 


Leikskólastig: 

Ein staða deildarstjóra leikskóla (100% starfshlutfall)  

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla 

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi 

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði 

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum 

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum 

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

  

Leik- og grunnskólastig: 

Íþróttakennari (50% starfshlutfall, með möguleika á hærra hlutfalli með annarri kennslu) 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla 

  • Reynsla af kennslu í skólaíþróttum á grunnskólastigi 

  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum 

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum 

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

  

Grunnskólastig: 

Tvær stöður umsjónarkennara á mið- og elsta stigi grunnskóla (100% starfshlutfall) 

Stundakennari í stærðfræði/raungreinum 

Stundakennari í list- og verkgreinum 

  

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla 

  • Reynsla af kennslu á grunnskólastigi 

  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum 

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum 

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

  

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. 


Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.  

Umsókn sendist á skolastjori@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

  

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Fáist ekki menntaður kennara í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2024. 


Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 450-2520, netfang: skolastjori@talknafjordur.is  


Umsóknarfrestur er til og með 14.05 2024 

Skólastjóri Tálknafjarðarskóla

Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar óskar eftir að ráða skólastjóra Tálknafjarðarskóla. Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í nýjasta sveitarfélagi landsins.

 

Tálknafjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 35 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er öflugur grænfánaskóli, heilsueflandi skóli og UNESCO skóli.

 

Einkunnarorð skólans eru jákvæðni – samvinna – skemmtun - þrautseigja

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta og skólaþróun.
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans.
  • Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla er skilyrði.
  • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg.
  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þróun skólastarfs er kostur.
  • Leiðtogahæfni og metnaður.
  • Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori.
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi, kynnisbréf og upplýsingar um umsagnaraðila. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2024 og starfskjör samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ og FSL. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí 2024 eða eftir nánara samkomulagi. 

Nánari upplýsingar gefur Arnheiður Jónsdóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs, í netfangi arnheidur@vesturbyggd.is og í síma 450 2300. Umsóknir skal senda á vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá vinnu­skóla

Tálknafjarðarhreppur leitar að einstaklingum til starfa hjá vinnu­skóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2024.

 

Yfirflokkstjóri

Helstu verkefni og ábyrgð:

-          Skipuleggja sumarstarfið í samstarfi við áhaldahús og tómstundafulltrúa.

-          Leiðbeina ungmennum.

-          Vera í samskiptum við foreldra ungmenna.


Hæfniskröfur:

-          Samskiptahæfni

-          Jákvæðni

-          Frumkvæði

-          Samviskusemi

-          Skipulagshæfni

-          Stundvísi

 

Um er að ræða 100% sumarstarf.


Flokkstjóri

Helstu verkefni og ábyrgð:

-          Vinna með ungmennum og leiðbeina þeim

Hæfniskröfur:

-          Samskiptahæfni

-          Jákvæðni

-          Frumkvæði

-          Samviskusemi

-          Skipulagshæfni

-          Stundvísi


Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2024

 

Um er að ræða sumarstörf sem henta öllum kynjum og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Samband íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Frekari upplýsingar gefur Hafdís Helga Bjarnadóttir tómstundafulltrúi og tekur hún einnig á móti umsóknum í gegnum netfangið hafdishelga@vesturbyggd.is

Fyrri síða
1
234567242526Næsta síða
Síða 1 af 26
Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón