Tálknafjarðarhreppur auglýsir sumarstörf 2023
Tálknafjarðarhreppur auglýsir til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2023:
-
Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
-
Flokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
- Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Tálknafjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til að stýra starfi Vinnuskólans sumarið 2023. Í starfinu felst að skipuleggja og stýra starfið Vinnuskólans, leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. Halda utan um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón með og samskipti við nemendur vinnuskóla.
-
Markviss vinna að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
-
Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.
-
Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.
-
Dagleg umsjón með hreinsun og fegrun bæjarins, m.a. opinna svæða.
-
Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.
-
Utanumhald vegna mætinga og skráning annara upplýsinga sem varða vinnuskólann.
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmanna áhaldahúss.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
-
Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.
-
Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
-
Skipulögð og fagleg vinnubrögð
-
Bílpróf er skilyrði.
-
Hafa náð 18 ára aldri.
-
Hreint sakavottorð.
Yfirflokkstjóri starfar undir stjórn tómstundafulltrúa.
Yfirflokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.
Um er ræða tímabundið starf sumarið 2023 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 26. apríl 2023. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með föstudagsins 12. maí 2023.
Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið talknafjordur@talknafjordur.is til að fá nánari upplýsingar.
- Flokkstjóri hjá vinnuskóla Tálknafjarðar
Tálknafjarðarhreppur leitar eftir einstaklingi sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði, er fyrirmynd, stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur til að taka að sér starf flokkstjóra hjá vinnuskóla Tálknafjarðar sumarið 2023.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Leiðbeiningar til nemenda um verklag og aðferðir og eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum eigi að sinna.
-
Vinnur með nemendur að verkefnum eins og við á.
-
Frumkvæði að lausn verkefna sem starfað er að.
-
Að gæta þess að verkfæri séu til staðar og frágengin að loknu verki.
-
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirflokkstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
-
Reynsla af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.
-
Krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
-
Skipulögð og fagleg vinnubrögð
-
Æskilegt er að hafa bílpróf.
-
Hafa náð 18 ára aldri.
-
Hreint sakavottorð.
Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra.
Flokkstjóri er nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.
Um er ræða tímabundið starf sumarið 2023 og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og hægt er að skila útfylltum umsóknum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepp eða með því að senda þær netfangið talknafjordur@talknafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 26. apríl 2023. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með föstudagsins 12. maí 2023.
Hægt er að hringja í 450-2500 eða senda tölvupóst í netfangið talknafjordur@talknafjordur.is til að fá nánari upplýsingar.