A A A

Ferðamálaþing 2011 - samspil ferðaþjónustu og skapandi greina 5. október 2011 til 6. október 2011

Mynd frá Ísafirði: westfjords.is
Mynd frá Ísafirði: westfjords.is

Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð og Íslandsstofu bjóða til ferðamálaþings á Ísafirði 5.-6. október 2011.  Meginverkefni þingsins er upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina. 

...
Meira

Túngata 40 til sölu

Túngata 40
Túngata 40

Tálknafjarðarhreppur auglýsir til sölu íbúðina að Túngötu 40. Íbúðin er þriggja herbergja í tvíbýli. Tilboðum skal skila á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fyrir 10. október 2011, í lokuðu umslagi þannig merktu : „Tilboð Túngata 40“

Tálknafjarðarhreppur áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.

Oddviti.

Endurbygging eldri húsa

Aðalstræti 50, áður en framkvæmdir hófust. Mynd MÓH
Aðalstræti 50, áður en framkvæmdir hófust. Mynd MÓH
1 af 3

Mikil vakning hefur orðið í Vesturbyggð vegna endurbyggingar eldri húsa. Nú nýverið var byrjað á að endurbyggja Hóla, Mikladalsvegi 5 á Patreksfirði. Á sama tíma eru a.m.k. fimm hús í endurbyggingu á Bíldudal og nú í dag er haldið reisugildi á Aðalstræti 50 á Patreksfirði.

...
Meira

Ásthildur og Eyrún í Kastljósþætti

1 af 2

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps komu fram í viðtali við Gísla Einarsson fréttamann sem tekið var eftir fundinn á Patreksfirði.
Nálgast má viðtalið sem sýnt var í Kastljósi hér: Vegabætur á Vestfjörðum


Samræða betri en samræðuleysi

Gott er til þess að vita að blóðið rennur enn í Íslendingum eins og fram kom á fundum mínum í Bjarkarlundi og á Pareksfirði í Vesturbyggð í gær. Ekkert hef ég við það að athuga að menn gangi af fundi til að leggja áherslu á að málin þurfi ekki frekari umræðu og að þeirra afstaða hafi ekki haggast og muni ekki haggast! Ef þetta er afstaða manna þá er ekkert við það að athuga að hún komi fram með afgerandi hætti. Betri finnst mér þó vera umræðan en umræðuleysið ef menn raunverulega vilja þoka málum fram á við.

...
Meira

Gengu af fundi ráðherra

Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.
Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.

Nokkur hundruð manns gengu í hádeginu af fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra til að láta í ljós óánægju með vegabætur á Vestfjarðarvegi. Á fundinum, sem haldinn var í félagsheimilinu á Patreksfirði, var lesin upp yfirlýsing frá íbúum þar sem þeir höfnuðu nýrri fjallvegaleið. Talið er að um 500 manns hafi sótt fundinn og að flestir hafi gengið út

...
Meira
Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón