A A A

Haustleikferð Kómedíuleikhússins

1 af 2

Kómedíuleikhúsið verður með tvo einleiki í Dunhaga á morgun, laugardaginn 17. sept. Sýningar hefjast kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix sem bæði hafa fengið ferska og góða dóma áhorfenda. Leikirnir verða sýndir hver á eftir öðrum en gert verður stutt hlé á milli leikrita. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur.

...
Meira

Ráðherra boðar til íbúafundar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til fundar með íbúum í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi í Félagsheimilinu á Patreksfirði á þriðjudag kl. 12. Þar verður rætt um tillögu ráðherra að svokallaðri D-leið við lagningu nýs þjóðvegar sem felst meðal annars í því að vegurinn fer um Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

...
Meira

„Fólk er reitt og sorgmætt“

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti „Fólk er reitt og sorgmætt,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti í Tálknafjarðarhreppi aðspurð um viðbrögð heimamanna við ákvörðun innanríkisráðherra að nýr þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum verði ekki lagður um Teigsskóg við Þorskafjörð. „Þau viðbrögð ættu svo sem ekki að koma á neinum á óvart þar sem íbúar í allri sýslunni hafa á tveimur fjölmennum íbúafundum harðlega mótmælt að þessi leið verði farin,“ bætir Eyrún við.

...
Meira

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

...
Meira

Foreldrafundur FSN

Foreldrafundur

Fimmtudaginn 8. september 2011 – kl. 20.00

 

Foreldrar/forráðmenn nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru boðaðir á foreldrafund fimmtudaginn 8. september 2011 – kl. 20.00 – 21:30 í húsnæði skólans í Grundarfirði og á Patreksfirði.

 

Dagskrá:

  • Ávarp skólameistara
  • Kynning á áfangakerfi, stundatöflu, stoðþjónustu og skólareglum
  • Kynning á INNU - upplýsingakerfi skóla, Moodle – kennslukerfi FSN
  • Kynning á NFSN – nemendafélagi og félagslífi
  • Möguleiki foreldra/forráðamanna að hafa áhrif - Foreldrafélagið
  • Umræður og önnur mál
  • Umsjónarkennarar hitta foreldra

Jón Eggert Bragason, skólameistari 

Starfskraftur óskast í afleysingar

Laust er starf í afleysingar í Íþróttahúsi Tálknafjarðar. Um er að ræða afleysingastarf og felst það  í

afgreiðslu,gæslu og vörslu með íþróttasal, sundlaug,klefagæslu og þrif. 

Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur, skapgóður og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þá er skylt að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4.mgr. 10.gr. æskulýðslaga nr.70/2007, benda má á að eyðublöð til útfyllingar þar að lútandi má finna inn á heimasíðu Tálknafjarðar. 

Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið skyndihjálparprófi frá viðurkenndum aðila, slíkt próf má ekki vera eldra en tveggja ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOV-VEST  og Launanefndar sveitarfélaga.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.

 

Áhugasamir hafi samband við:

Pálínu Kristínu í síma 6909939

netfang sundlaug@talknafjordur.is

eða   Eyrúnu I. Sigþórsdóttur oddvita í síma 456-2539

netfang oddviti@talknafjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til 27.ágúst  2011.

 

Pálína Kr. Hermanns. Umsjónarmaður Íþróttarhúss. 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón