A A A

Íþrótta- og tómstundafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum

Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF), Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa hér með eftir íþrótta- og tómstundafulltrúa í fullt starf á sunnaverðum Vestfjörðum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að halda uppi góðu og faglegu starfi í íþrótta- og tómstundamálum fyrir alla aldurshópa. Ráðningasamband er við Vesturbyggð og er næsti yfirmaður sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

 

Meginverkefni

  • Heldur utan um verkefni er varða eflingu íþrótta- og tómstundastarfs

  • Er framkvæmdastjóri HHF og starfar með stjórn

  • Vinnur að framkvæmd og stefnu stjórnar/héraðsþings HHF og stefnu sveitarfélaganna á sviði íþrótta- og tómstunda

  • Kemur að vinnslu verkefna er varða lýðheilsu á vegum sveitarfélaganna og skal hafa frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja íþrótta- og tómstundamál á sunnanverðum Vestfjörðum

  • Hefur yfirumsjón með íþróttaskóla sveitarfélaganna

  • Hefur umsjón með íþróttavöllum í sveitarfélögunum

  • Heldur utan um sameiginleg verkefni m.a. almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

  • Hefur yfirumsjón með starfsemi félagsmiðstöðva og heldur utan um vinnuskóla sveitarfélaganna

  • Starfar með ungmennaráðum sveitarfélaganna

 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, svo sem á sviði íþrótta, kennslu eða tómstunda

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

  • Reynsla og þekking á þjálfun æskileg

  • Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði

  • Enskukunnátta æskileg

  • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði

  • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni

  • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund við alla aldurshópa

  • Jákvæðni og aðlögunarhæfni

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2021

 

Laun eru samkvæmt samningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 450-230 eða arnheidur@vesturbyggd.is.

 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.


Viltu verja sumrinu á Vestfjörðum?

Vestfjarðastofa leitar að nemum með áhuga og þekkingu á  skipulagsmálum, umhverfismálum, gagnasöfnun og miðlun gagna.
 

Skilyrði og forsendur:

  • Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).

  • Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu.

  • Ráðningartími er 10 vikur á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst.

Störfin sem auglýst eru snúa að kortlagningu og greiningu innviða á Vestfjörðum, söfnun og miðlun gagna því tengt.  Jafnframt vinna með gagnasöfn og skráningu á vef.
 

Hæfniskröfur:

  • Góð tölvu- og tæknifærni

  • Hugarfar sköpunar, grósku og nýsköpunar

  • Þjónustulund og jákvæðni

  • Góð tal- og ritfærni

Viðkomandi getur unnið á einhverri af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.
 

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni um fjölgun sumarstarfa. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum FOS Vest við Samband íslenskra sveitarfélaga.
 

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2020.
 
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)
 
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sirry@vestfirdir.is merkt: Sumarstarf


Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps 2021

Yfirflokksstjóri:
Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri

 

Flokksstjóri:
Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstakling sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði, er góð fyrirmynd, stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu. Viðkomandi skal hafa náð 18 ára aldri.

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2021.

 

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps á þessari slóð:

http://talknafjordur.is/skrar_og_skjol/skra/283/

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður við skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er grænfánaskóli og UNESCO skóli.
 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Staða deildarstjóra leikskóla (100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra

  • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni

  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar

  • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá

  • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi

  • Reynsla af deildarstjórn æskileg

  • Góð íslenskukunnátta

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Staða leikskólakennara (100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans og Tálknafjarðarhrepps undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi

  • Góð íslenskukunnátta

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Staða leikskóla-og skólaliða á leik- og grunnskólastigi  (50-100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að sinna gæslu barna á leik og grunnskólaaldri

  • Aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans

  • Vinna í eldhúsi ss. undirbúningur og framreiðsla í matar- og kaffitímum, uppvask og frágangur

  • Að sinna öðrum verkum sem yfirmaður felur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Nám fyrir leikskólaliða eða skólaliða er æskileg

  • Almenn víðtæk menntun

  • Reynsla af starfi með börnum

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi

  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum

  • Góð íslenskukunnátta

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Staða stundakennara (15-50% starfshlutfall). Stærðfræðikennsla og verkgreinakennsla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
 

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
 

Umsókn sendist á talknafjardarskoli@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Fáist ekki menntaður kennara í stöðu sem auglýst er, er heimilt að auglýsa stöðuna aftur eða ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í kennarastöðurnar frá 1. ágúst 2021 en leikskólaliða/skólaliðastöðu frá og með 16. ágúst 2021.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 456-2537, netfang: skolastjori@talknafjordur.is
 

Umsóknarfrestur er til og með 12.04 2021
 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón