A A A

Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps 2020

Yfirflokksstjóri:

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Flokksstjóri:

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6.maí 2020.

 

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknum skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps á þessari slóð:

http://talknafjordur.is/skrar_og_skjol/skra/283/
 

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður við skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er Grænfánaskóli og UNESCO skóli.
 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Staða stuðningsfulltrúa á grunnskólastigi ásamt yfirumsjón lengdrar viðveru (100% starfshlutfall)

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsfræði er æskileg
  • Nám fyrir stuðningsfulltrúa í skólum er æskileg
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hefur hreint sakarvottorð

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2020.
 

Afleysingarstaða íþróttakennara á grunnskólastigi (40% starfshlutfall)

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Reynsla af kennslu á grunnskólastigi
  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hefur hreint sakarvottorð

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2020.
 

Afleysingarstaða umsjónarkennara á elsta stigi grunnskóla (100% starfshlutfall)

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Reynsla af kennslu á grunnskólastigi
  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hefur hreint sakarvottorð

Ráðið verður í stöðuna frá 14. september 2020.
 

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
 

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
 

Umsókn sendist á talknafjardarskoli@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 456-2537, netfang: skolastjori@talknafjordur.is
 

Umsóknarfrestur er til og með 24.04 2020.

Starfsfólk óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina í sumar.

Störf sundlaugarvarða felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, 2-2-3.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og
ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18.
ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Umsóknarfrestur er til 22. mars 2020.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir starfsmanni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar eftir að ráða starfsmann í 70% vinnu í eldhús.
Ráðningartími er frá 1. mars til 31. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn eldhússtörf og eldamennska
- Tilfallandi verkefni sem falla undir og tilheyra verkefnum eldhúss.
 

Hæfnikröfur:
- Áreiðanleiki
- Góð Íslensku kunnátta
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður og ábyrgð í starfi
- Reglusemi og stundvísi

Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verk Vest hafa gert með sér.
 
Nánari upplýsingar veita:
Brynja Haraldsdóttir – eldhus-patro@hvest.is eða 450-2019
Hermann Grétar Jónsson – hermann@hvest.is eða 450-2016

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón