A A A

Sumarstörf við sundlaug og tjaldsvæði

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina og tjaldsvæðið á Tálknafirði.

Starf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum.
 

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 100% staða.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og sýni frumkvæði í starfi.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18. Ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 20. maí. og unnið til 20. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 22. mars 2019.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Vesturbyggð auglýsir laust starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs

Megin­verk­efni sviðsins eru nýfram­kvæmdir og viðhalds­verk­efni á vegum sveit­ar­fé­lagsins, rekstur og viðhald veitu­kerfa, umhverfis- og hrein­læt­ismál og umsjón með fast­eignum í eigu sveit­ar­fé­lagsins. Einnig heyrir undir sviðið umsjón vegna dýra­halds innan sveit­ar­fé­lagsins sem og mein­dýra­varnir. Vest­ur­byggð leitar að öflugum og metn­að­ar­fullum einstak­lingi og hvetur jafnt karla sem konur að sækja um starfið.
 

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2019.
 
Sjá nánar á heimasíðu Vesturbyggðar.
https://vesturbyggd.is/stjornsysla/utgafa-og-auglysingar/frettir/svidsstjori-umhverfis-og-framkvaemdasvids/

Tálknafjarðarhöfn auglýsir eftir hafnarverði

Starfssvið / hæfniskröfur

Hafnarvörður sér m.a. um vigtun sjávarafla og skráningu hans í aflakerfi fiskistofu.

Hafnarvörður sér um almennt viðhald, umhirðu og eftirlit á hafnarsvæðinu, auk annarra tilfallandi verkefna.

Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg.

Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi.

Starfshlutfall er mismunandi eftir árstíma, allt frá 50% yfir háveturinn og upp í 100% yfir sumarið.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga.

 

Umsóknarfrestur er til 20. mars 2019.
 

Upplýsingar um starfið gefur Bryndís Sigurðardóttir sveitarstjóri í síma 450 2500 / 896 9838,
sveitarstjori@talknafjordur.is

Yfirflokkstjóri og flokksstjóri hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps

Flokksstjóri:

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Starfið hentar báðum kynjum.

Umsóknafrestur er til 20.mars 2019

 

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, þeim skal skilað á sveitarskrifstofu Tálknafarðarhrepps.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón