A A A

Spennandi sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti auglýsir eftir fólki til starfa á safninu sumarið 2019.
 
Helstu verkefni eru leiðsagnir um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu, almennum þrifum.
 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

Frítt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.
 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.
 

Atvinnuumsókn sendist fyrir 10. mars á netfangið museum@hnjotur.is
 

Frekari upplýsingar um starfið gefur Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.

Tálknafjarðarhöfn auglýsir eftir hafnarverði

Starfssvið / hæfniskröfur

Hafnarvörður sér m.a. um vigtun sjávarafla og skráningu hans í aflakerfi fiskistofu.

Hafnarvörður sér um almennt viðhald, umhirðu og eftirlit á hafnarsvæðinu, auk annarra tilfallandi verkefna.

Góð alhliða tölvukunnátta nauðsynleg.

Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi löggilt vigtarleyfi.

Starfshlutfall er mismunandi eftir árstíma, allt frá 50% yfir háveturinn og upp í 100% yfir sumarið.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga.

 

Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2019.
 

Upplýsingar um starfið gefur Bryndís Sigurðardóttir sveitarstjóri í síma 450 2500 / 896 9838,
sveitarstjori@talknafjordur.is

Landvarsla á sunnanverðum Vestfjörðum

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að nú eru laus til umsókna störf við landvörslu náttúruverndarsvæða á sunnanverðum Vestfjörðum. Sjá auglýsingu hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/laust-starf/2019/01/31/Landvarsla-a-sunnanverdum-Vestfjordum/

Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandasýslu auglýsir eftir stuðningsaðila

Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandasýslu auglýsir eftir liðveitanda fyrir ungan dreng sem er nemandi í Tálknafjarðarskóla. Óskað er eftir karlmanni, 18 ára eða eldri.
 
Starfið felur í sér félagslegan og líkamlegan stuðning sem er aðlagaður að þörfum og áhugasviði barnsins.
 
Um er að ræða hlutastarf, 2-3 klst í viku og er því tilvalið sem starf með námi eða með öðru starfi.
 
Starfið er gefandi og skemmtilegt!
 
Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, ráðgjafi félagsþjónustunnar í síma 450-2300 eða á svanhvit@vesturbyggd.is.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón