Tálknafjarðarhreppur auglýsir sumarstörf 2023
Tálknafjarðarhreppur auglýsir til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2023:
Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Flokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Meira
Tálknafjarðarhreppur auglýsir til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2023:
Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Flokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Stóri plokkdagurinn á Tálknafirði fer fram laugardaginn 6. maí 2023. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 15:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og kaffi eða djús. Það eru Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur sem standa að plokkdeginum í sameiningu.
Það að plokka er frábært tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Sameinumst um að hafa Tálknafjörð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og sýnum umhverfi okkar og náttúru virðingu í leiðinni.
Boðað er til 611. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 25. apríl 2023 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
FSN í samstarfi við AFS á Íslandi er í leit af fósturfjölskyldu fyrir ungan dreng sem hyggst koma í skiptinám í FSN næsta haust. Drengurinn mun dvelja á Íslandi frá 20.ágúst 2023 – 15.júní 2024.
...Tálknafjarðarhreppur auglýsir til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2023:
Yfirflokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Flokkstjóri vinnuskóla Tálknafjarðar
Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöð
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er grænfánaskóli og UNESCO skóli.
Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
Deildarstjóri leikskóla (100% starfshlutfall)
Menntunar- og hæfniskröfur:
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla
Stjórnunarreynsla mikilvæg
Reynsla af kennslu á leikskólastigi
Góð íslenskukunnátta
Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Jákvæðni gagnvart skólaþróun
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hefur hreint sakavottorð
Umsjónarkennari á miðstigi grunnskóla (100% starfshlutfall)
Menntunar- og hæfniskröfur:
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
Reynsla af kennslu á grunnskólastigi
Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Jákvæðni gagnvart skólaþróun
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hefur hreint sakavottorð
Umsjónarkennari á unglingastigi grunnskóla (100% starfshlutfall)
Menntunar- og hæfniskröfur:
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
Reynsla af kennslu á grunnskólastigi
Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Jákvæðni gagnvart skólaþróun
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hefur hreint sakavottorð
Íþróttakennari á leik- og grunnskólastigi (50% starfshlutfall)
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
Reynsla af íþróttakennslu nauðsynleg
Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Jákvæðni gagnvart skólaþróun
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hefur hreint sakavottorð
List- og verkgreinakennari á leik- og grunnskólastigi (50% starfshlutfall)
Menntunar- og hæfniskröfur:
Kennaramenntun og réttindi til kennslu
Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum
Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Jákvæðni gagnvart skólaþróun
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Hefur hreint sakavottorð
Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
Umsókn sendist á birna@talknafjardarskoli.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 456-2537, netfang: birna@talknafjardarskoli.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28.04 2023.