A A A

Vinnu­dagur starfs­hópa og ný vefsíða

Starfshópar á vinnudegi
Starfshópar á vinnudegi

Vinnu­dagur starfs­hópa um samein­ing­ar­við­ræður Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps var haldinn í Flóka­lundi síðast­liðinn föstudag. Í lok dagsins var opnuð ný vefsíða þar sem nálgast má allar helstu upplýs­ingar um samein­ing­ar­við­ræð­urnar.
 

Í febrúar samþykktu sveitastjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og í kjölfarið var skipuð samstarfsnefnd um sameiningu. Nefndin skipaði í sjö starfshópa um tilgreinda málaflokka er varða sameininguna. Vinnufundur starfshópanna var haldinn í Flókalundi síðasta föstudag.
 

Hlutverk starfshópanna er að meta stöðu sveitarfélaganna í viðkomandi málaflokki og greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri ásamt því að móta fyrstu drög að framtíðarsýn fyrir viðkomandi málaflokk. Yfir 40 þátttakendur mættu til leiks og það sem einkenndi vinnu dagsins var metnaður fyrir hönd svæðisins, uppbyggileg gagnrýni og mikil gleði.
 

Starfshóparnir munu nú vinna áfram við gerð minnisblaðs sem skilað verður til samstarfsnefndar fyrir 20. maí næstkomandi. Í framhaldinu verða haldnir íbúafundir þar sem íbúum gefst tækifæri á að fara yfir fyrstu drög ásamt því að koma að sínum hugmyndum og áhersluatriðum. Þannig geta íbúar haft bein áhrif á sameiningaviðræðurnar. Það er síðan ekki fyrr en eftir íbúafundina er samstarfsnefndin mun skila áliti til sveitarstjórna um sameiningarviðræðurnar en það álit verður meðal annars byggt á vinnu starfshópanna og skoðunum íbúa frá íbúafundunum.
 

Í lok vinnudagsins var opnuð ný vefsíða, Vestfirdingar.is, þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræðurnar. Inn á hana munu koma fréttir um framgang viðræðna, myndir frá undirbúningsvinnu auk annarra gagna sem lögð verða fram í undirbúningsferlinu.



Boðskort á útskrift FSN 26. maí

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 26. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

 

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

Nýtt póstbox á Tálknafirði

Póstbox við sundlaugina á Tálknafirði.
Póstbox við sundlaugina á Tálknafirði.
1 af 2

Leiðbeiningar hvernig hægt sé að sækja með póstboxi:

Hægt er að sækja í póstbox, þegar pakki er sendur í póstbox fá viðskiptavinir SMS, tölvupóst eða tilkynningu í appi með QR kóða og Pin númeri:

  • Þú ferð að póstboxinu sem tilgreint er í tilkynningunni
  • Þú skannar QR kóðann í lesaranum eða slærð inn símanúmer og PIN númer
  • Póstboxið opnast og þú tekur pakkann þinn
  • Þú lokar póstboxinu aftur

 

Leiðbeiningar hvernig hægt sé að senda með póstboxi:

Ferlið við að senda pakka er einfalt og þægilegt - í fjórum skrefum:

  • Innskráðu þig á Mínar síður á posturinn.is eða í appinu
  • Færðu inn kortanúmer og skráðu pakkann
  • Farðu með pakkann í næsta póstbox þar sem þú prentar út merkingar/límmiða*
  • Settu pakkann í boxið og hann fer sína leið

Staðsetning á póstboxi er við sundlaugina á Tálknafirði.

Ítarlegar upplýsingar um póstbox:

https://posturinn.is/einstaklingar/posthus-postbox-og-pakkaport/postbox/

 

Varðandi að póstleggja bréf, þá er það einfalt ferli:

Frímerki á bréfið og setja það í næsta póstkassa.

Staðsetning á póstkassa er við verslunina Hjá Jóhönnu ehf. Strandgötu 36

Lausar stöður við Tálknafjarðarskóla

Deildarstjóri leikskóla (100% starfshlutfall)
Íþróttakennari á leik- og grunnskólastigi (50% starfshlutfall)
List- og verkgreinakennari á leik- og grunnskólastigi (50% starfshlutfall)

...
Meira

Breyttur opnunartími á bókasafni

Ákveðið hefur verið að prófa nýjan opnunartíma á Bókasafni Tálknafjarðar í stað mánudagsopnunar.

Nýr opnunartími þriðjudagar kl. 18:00 – 19:30
Þessi opnunartími hefur nú þegar tekið gildi og gildir fram að sumarleyfi þann 1. júlí 2023.

Við hvetjum ykkur öll til þess að vera dugleg að kíkja á bókasafnið sem hefur fengið mikla upplyftinu undanfarið.

Hvetjum barnafólk sérstaklega til þess að koma með börnin sín og velja sér bækur til þess að lesa saman heima.

Það er alltaf heitt á könnunni.
 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 612. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 9. maí 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón