A A A

Pollurinn í Tálknafirði lokaður

Frá og með deginum í dag 23. mars verður Pollurinn í Tálknafirði lokaður vegna tilmæla frá yfirvöldum. Opnað verður aftur í fyrsta lagi þann 13. apríl.

íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð

Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð vegna tilmæla frá yfirvöldum. Opnað verður aftur í fyrsta lagi þann 13. apríl.

Hvetjum alla til að hreyfa sig heima eða í okkar fallega umhverfi sem fjörðurinn býður upp á.

Hlökkum til að sjá ykkur þegar allt verður komið í lag.

    Forstöðumaður

Heimsendingar

Tálknfirðingar ATH!

Þeir íbúar sem eru í sóttkví eða einangrun geta nú hringt og pantað vörur og fengið heimsendingu Hjá Jóhönnu.

Einnig er hægt að hringja í Hópið og fá sent heim hádegismat á virkum dögum eða það sem er á matseðli á kvöldin.

Hjá Jóhönnu: 869-0742

Hópið: 456-2777 / 895-7341

 

 

Tálknfirðingar ATH!

Osoby poddane kwarantannie mogą dzwonić i zamawiać produkty oraz odbierać dostawę od Jóhanny Możesz także zadzwonić do Hópiðst i odebrać lunch w dni powszednie lub wieczorem w menu.

Hjá Jóhönnu: 869-0742

Hópið: 456-2777 / 895-7341

Íbúar í sóttkví

Kæru íbúar Tálknafjarðarhrepps,
Þeir íbúar sem eru í sóttkví eða einangrun mega alls ekki fara með sorp sitt á flokkurnarplanið heldur verða þeir að setja allt sitt sorp í heimilistunnunna. Á tímum sem þessum verðum við öll að standa saman og sýna ábyrgð.
 
Bestu kveðjur, Oddviti

Breytt opnun á gámavöllum

Miðvikudaginn 25. mars og 1. apríl verða gámavellirnir opnir frá klukkan 14:00-16:00.

 
Oddviti Tálknafjarðarhrepps

Örugg afhending og geymslugjöld felld niður

Pósturinn vill biðla til þeirra sem eru heima í sóttkví eða einangrun að grípa til viðeigandi ráðstöfunar og heyra í okkur ef þeir eiga von á sendingu en það er gríðarlega mikilvægt að allir taki höndum saman til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar og viljum við ekki láta okkar eftir liggja. Einfaldasta leiðin til að hafa samband við okkur ef þú átt von á sendingu er að hringja í símanúmerið sem er í SMS skilaboðinu sem við sendum á undan okkur á kvöldin.

Sjá nánar hér: https://www.posturinn.is

Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón