A A A

Sveitarstjórnarfundur

553. fundur hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
5. mars 2020 og hefst kl. 18:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða stendur fyrir tveimur námskeiðum fyrir vettvangsliða

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur í samvinnu við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar beðið Sjúkraflutningaskóla Íslands um að halda tvö námskeið fyrir vettvangsliða í vor.

 

Haldin verða námskeið á Ísafirði 24.–26. apríl og á Patreksfirði helgina 1.-3. maí.

 

Vettvangsliðar er samheiti yfir fyrstuhjálparliða sem nýttir eru í auknum mæli til þess að stytta tímann þar til fyrsta viðbragð berst og brúa bilið milli skyndihjálpar og sérhæfðra sjúkraflutninga. Þannig geta þorp sem eru langt frá sjúkrahúsi eða eiga á hættu að lokast af í ófærð sinnt brýnustu heilsufarsvandamálum sem upp geta komið.

 

Námið er 40 stunda og skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er fjarnám sem hægt er að taka á sínum hraða en seinni hlutinn staðlota sem nær yfir heila helgi.

 

Heilbrigðisstofnunin greiðir námskeiðsgjöld en ekki er greitt fyrir að sitja námskeiðið. Vettvangsliðar eru sjálfboðaliðar. 

 

Fólki á öllum aldri sem treystir sér er velkomið að sækja um. Við gerum kröfu um að umsækjendur séu búsettir á Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Bolungarvík, Þingeyri, Tálknafirði, Bíldudal eða Hnífsdal. Takmarkaður fjöldi plássa er í boði að sinni, og forgangsraðað þannig að umsækjendur dreifist vel og að þau þorp sem oftast lokast vegna ófærðar fái pláss.

 

„Það er ýmislegt sem við lærum af atburðum síðustu vikna og mánaða. Meðal þess er áminningin um þörfina fyrir að grunnbúnaður sé í öllum þorpum og að til staðar sé fólk með grunnþjálfun í að takast á við bráðatilfelli,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Umsóknir sendast beint til Sjúkraflutningaskólans (www.ems.is [norðursvæði, suðursvæði]. Frestur til að skrá sig rennur út 6. mars 2020.

Aukaferð með ferjunni Baldri

Auka ferð hjá ferjunni Baldri í dag 27. febrúar 2020
Brottför frá Stykkishólmi kl. 9.00 og svo einnig brottför kl. 15.00
Brottför frá Brjánslæk kl. 12.00 og svo kl. 18.00
 

Mikilvægt er að bóka í allar ferðir með ferjunni.
 

Extra departure for the ferry Baldur today 27.02.2020
Departure from
Stykkishólmur at 9 am ( and then as planned at 3 pm)
Brjánslækur at 12 pm ( and then as planned at 6 pm)
 

Very important to book in all departures with the ferry at www.seatours.is or call 433-2254 if you are a resident in the Westfjords

Aukaferð með ferjunni Baldri

(english below) Auka ferð hjá ferjunni Baldri á morgun 26. febrúar 2020

Brottför frá Stykkishólmi kl. 9.00 og svo einnig brottför kl. 15.00

Brottför frá Brjánslæk kl. 12.00 og svo kl. 18.00 líka

 

Mikilvægt er að bóka í allar ferðir með ferjunni

 

Xtra departure for the ferry Baldur tomorrow 26.02.2020

Departure from

Stykkishólmur at 9 am ( and then as planned at 3 pm)

Brjánslækur at 12 pm ( and then as planned at 6 pm

 

Very important to book in all departures with the ferry at www.seatours.is or call 433-2254 if you are a resident in the West fjord

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir starfsmanni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar eftir að ráða starfsmann í 70% vinnu í eldhús.
Ráðningartími er frá 1. mars til 31. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn eldhússtörf og eldamennska
- Tilfallandi verkefni sem falla undir og tilheyra verkefnum eldhúss.
 

Hæfnikröfur:
- Áreiðanleiki
- Góð Íslensku kunnátta
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður og ábyrgð í starfi
- Reglusemi og stundvísi

Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verk Vest hafa gert með sér.
 
Nánari upplýsingar veita:
Brynja Haraldsdóttir – eldhus-patro@hvest.is eða 450-2019
Hermann Grétar Jónsson – hermann@hvest.is eða 450-2016
 

Hans Klaufi - Leikhópurinn Lotta

Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur frá Leikhópnum Lottu verður sýndur í félagsheimilinu á Patreksfirði fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:30. Frítt er inn á sýninguna og það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með.
 
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú þriðja veturinn í röð komin inn í hlýjuna um allt land. Hópurinn setti Hans Klaufa fyrst upp árið 2010, en nú tíu árum síðar verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi.


Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Næstu atburðir
Vefumsjón