Kvenfélagskonur
Tálknafjarðarhreppur óskar kvenfélagskonum og þá sérstaklega félagskonum í Hörpu á Tálknafirði til hamingju með 90 ára afmælið og þakkar óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins í gegnum tíðina.
Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði
Kynningarfundir - mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar. Um er að ræða samtals 70 km langa vegagerð.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu ekki nýtast að fullu fyrr en lagður hefur verið heilsársvegur um Dynjandisheiði með tengingu til Bíldudals.
Kynning á frummatsskýrslu: Frummatsskýrsla er til kynningar hjá Bókasafni Bílddælinga, Bókasafninu Ísafirði, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni. Einnig er hún aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og á vef Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is.
Kynningarfundir: Vegagerðin stendur fyrir eftirfarandi kynningarfundum um niðurstöður frummatsskýrslu og eru allir velkomnir:
- Þriðjudaginn 4. febrúar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 17:00.
- Miðvikudaginn 5. febrúar í Baldurshaga á Bíldudal kl. 17:00.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. febrúar 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð
Laugardaginn 1. febrúar verður íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð vegna jarðarfarar Níelsar A. Ársælssonar.
Forstöðumaður
Starfshópur um mótun aðalskipulags
Ágætu Tálknfirðingar.
Viljið þið hafa áhrif á framtíðinni í Tálknafirði? Þá er tækifærið núna því vinna við aðalskipulag Tálknafjarðar 2018-2030 er í fullum gangi. Við óskum eftir 2-4 áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í vinnu starfshóps um mótun aðalskipulagsins og koma með tillögur að fyrirkomulagi til framtíðar. Ætlunin er að þessi starfshópur hittist á ca tveggja til þriggja vikna fresti fram á sumar og haldi utan um skipulagsvinnuna ásamt sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa. Fundirnir yrðu haldnir á þeim tíma sem hentaði þátttakendum best. Einnig er ráðgert að halda íbúafundi um skipulagsmálin þannig að öllum íbúum sé gefinn kostur á að koma með tillögur og ábendingar um hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina í Tálknafirði til næstu 12 ára.
Áhugasamir hafi samband við sveitarskrifstofu til að fá frekari upplýsingar og skrá sig.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.
Við upphaf skólastefnu - opinn fundur
Sveitarfélagið boðar til íbúafundar þar sem hugmyndum fólks er safnað saman í eftirfarandi flokkum:
- Hlutverk sveitarfélagsins
- Framtíðarsýn
- Markmið
- Gildi
- Tengsl við samfélag/atvinnulíf
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 18:00 – 20:00 á Hópinu.
Súpa í boði.
Hvetjum alla til að mæta sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar og taka þátt í að móta skólastarfið á Tálknafirði.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir