A A A

Breytt opnun Íþróttamiðstöðvar á miðvikudaginn

Vegna íbúafundar um sameiningarkosningar mun Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar loka kl. 17:00 miðvikudaginn 4. október 2023. Íbúafundurinn hefst kl 20:00 um kvöldið og Íþróttamiðstöð opnar aftur á venjulegum tima, kl. 09:00, fimmtudaginn 5. október 2023.

Íbúafundir á Barðaströnd og Patreksfirði í dag 3. október

Íbúafundir Vesturbyggð
Íbúafundir Vesturbyggð

Fjórir íbúafundir verða haldnir dagana 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningafyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.

Í dag, 3. október verður fundað á Birkimel á Barðaströnd kl.16:00 og í Patreksskóla á Patreksfirði kl. 20:00

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag ásamt því að spyrja spurningar um sameiningartillöguna. 

Hægt verður að horfa á fundina í beinni útsendingu á Facebook síðu Vesturbyggðar.

https://www.vestfirdingar.is

Auglýsing: Grenndarkynning - Dunhagi

Á fundi sveitarstjórnar þann 26. september 2023 samþykkti nefndin að grenndarkynna áform við varðandi framkvæmdir á Dunhaga.

 

Eftirfarandi var bókað:

"Tillaga skipulagsnefndar Tálknafjarðarhrepps við sveitarstjórn að áform um að lengja þak á húsinu Dunhaga verði grenndarkynnt og fái málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mál frá 10. fundi umhverfis- og byggingarnefndar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram 16.08.2023 og 12. fundi skipulagsnefndarTálknafjarðarhrepps sem fór fram 19.09.2023.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að áform um að lengja þak á húsinu Dunhagaverði grenndarkynnt og fái málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

 

Áformin ganga út á lengja þak á húsinu Dunhaga um 2,1 m þannig að það nái yfir viðbyggingu á suðausturgafli. Á gaflinn koma gluggar og hurðir sem verður flóttaleið úr sal á 2. hæð.

 

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum eru 4 vikur er til og með 2. nóvember 2023. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhuguðum áformum.
 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps eða í síma 450 2500 á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.

Grenndarkynningargögn:

 Erindi (.pdf)
 Útlit (.pdf)
 Grunnmyndir, sneiðing og afstaða (.pdf)
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson



Íbúafundir 3.-5. október

Fjórir íbúafundir verða haldnir 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningarfyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.
 

Fundirnir verða sendir út rafrænt og geta þeir sem horfa á fundina einnig sent inn spurningar og tekið virkan þátt á fundinum.
 

Í júní voru haldnir íbúafundir þar sem kynnt voru drög að stöðugreiningu og forsendum fyrir sameiningu og í framhaldinu fengu fundargestir tækifæri á að móta frekar stöðugreininguna og forsendur sameiningar. Kynningin á þessum fundi er meðal annars afrakstur frá þeim fundum.  Íbúafundirnir heppnuðust einstaklega vel og nú á að endurtaka leikinn.
 

Íbúar eru hvattir til að mæta og láta sína skoðun í ljós. 

  • Birkimelur á Barðaströnd, þriðjudaginn 3. október kl. 16:00
  • Patreksskóli á Patreksfirði, þriðjudaginn 3. október kl. 20:00
  • Íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði, miðvikudaginn 4. október kl. 20:00
  • Baldurshaga á Bíldudal, fimmtudaginn 5. október kl. 20:00

Hér má nálgast forsendur og stöðugreiningu fyrir sameiningu sveitarfélaganna
 

Hér má nálgast kynningarbækling er sendur var í hús um sameiningarkosningarnar er fara fram 9. - 28. október nk.

Spurningar til íbúa Tálknafjarðar

Sælir kæru íbúar Tálknafjarðar.
 

Við erum fjórir félagsráðgjafanemar á 3. ári í Háskóla Íslands og erum að vinna verkefni tengdu Samfélagsvinnu og notendasamráði ákveðins landsvæðis. Við höfum ákveðið að velja Tálknafjörð vegna þess að landsvæðið og staðsetningin heillaði okkur. Verkefnið felst í að greina samfélag og þarfir þess með notendasamráði.
 

Okkur þætti mjög vænt um að þið sjáið ykkur fært á að svara nokkrum spurningum fyrir okkur.
 

Könnunin er nafnlaus og órekjanleg. Því fleiri sem svara könnuninni, því áreiðanlegri svör fáum við.

Takk fyrir og í von um gott samstarf.

Dögg, Egill, Esther og Hrefna

Könnunin: https://docs.google.com

Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar, lokað föstudaginn 29. september 2023

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð föstudaginn 29. september 2023.


Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón