A A A

Má ég kjósa í sameiningarkosningunum?

Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir
Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir

Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í kosningunum sem fara fram 9.- 28. október næstkomandi. Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni. Að kjördegi loknum verður lokað fyrir aðgang að uppflettingunni.

Nánari upplýsingar má nálgast hér (Hvar á ég að kjósa? | Þjóðskrá (skra.is))

Hverjir mega kjósa?

Íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem eiga lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaginu sem um ræðir og hafa náð 16 ára aldri á kjörtímabilinu geta kosið um sameiningu. Erlendir ríkisborgarar, 16 ára og eldri, sem átt hafa lögheimili á Íslandi í þrjú samfellt á kjörtímabilinu hafa einnig kosningarétt.

https://www.vestfirdingar.is

Kosið um sameiningu 9. - 28. október nk.

Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir
Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.
 

Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið umræðu í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
 

Næsta skref er að íbúar fái tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Fer kosningin fram dagana 9. – 28. október, í báðum sveitarfélögum. Auglýsing hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu ásamt því að auglýsing birtist í Morgunblaðinu og var lesin upp á Rás 1 og Rás 2. Einnig er unnið að dreifingu kynningabæklings um greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna.
 

Hægt er að nálgast kynningarbæklinginn hér.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 619. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 26. september 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Brunavarnaáætlun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð

brunavarnaáæltun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð hefur verið samþykkt og undirrituð af framkvæmdastjórum sveitarfélaganna, slökkviliðsstjóra og forsjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Á Íslandi eru 33 slökkvilið starfandi á vegum 64 sveitarfélaga. Í heildina eru nú 20 af 33 slökkviliðum með gilda brunavarnaáætlun eða alls 89% íbúa landsins. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki HMS og viðkomandi sveitarstjórnar. Slökkviliðsstjóri vinnur brunavarnaáætlun sem er öflugt verkfæri til að ná fram yfirsýn yfir starfsemi og ástand slökkviliðs og hversu vel í stakk búið það er að takast við áhættur á sínu svæði.

Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en einnig eru hún birt á vef HMS.
 

Bíllausi dagurinn 22. september - Frítt í flugrútuna á Bíldudal

Á bíllausa daginn 22. september verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó. Bíllausi dagurinn er haldinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni sem er frá 16. - 22. september.
 

Strætó hefur tekið þátt í samgönguvikunni með viðburðinum Bíllausi dagurinn undanfarin ár og í ár ákvað Vegagerðin að taka einnig þátt en Vegagerðin rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó. Með því verður frítt í Strætó á milli byggðarlaga fyrsta sinn.
 

Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir fólk til að breyta út af vananum, hvíla bílinn og velja fjölbreyttari og vistvænni ferðamáta.

Vegagerðin tilkynnir með ánægju að það verður einnig frítt í flugrútuna á Bíldudal í tilefni af Bíllausa deginum föstudaginn 22 september.

 

Malbikunarframkvæmdir í Túngötu sunnudaginn 10. september 2023

Sunnudaginn 10. september 2023 verður unnið að malbikun Túngötu á Tálknafirði. Vegna þessa verður gatan lokuð fyrir umferð frá kl. 07:00 á sunnudagsmorgninum 10. september og fram til kl. 08:00 mánudagsmorgninn 11. september. Á meðan framkvæmdum stendur er mikilvægt að ekkert sé fyrir á því svæði sem á að malbika svo sem bílar, kerrur eða annað slíkt. Íbúum við  Móatún á Tálknafirði og fólki sem á erindi þangað er bent á að fara um Hrafnadalsveg á meðan framkvæmdum stendur.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón