A A A

Bókasafnið opnar eftir sumarleyfi

Bókasafn Tálknafjarðar opnar á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 22. ágúst 2023.

 

Veturinn 2023-2024 verður bókasafnið opið almenningi á þriðjudögum kl. 18:00-19:30.

 

Fólk er hvatt til þess að vera duglegt að kíkja á bókasafnið og sérstaklega barnafólk til koma og fá bækur til þess að lesa saman heima.

 

Það er alltaf heitt á könnunni í Bókasafninu.

Vetraropnun Íþróttamiðstöðvar

Mánudaginn 21. ágúst 2023 tekur vetraropnun Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar gildi. Opið verður í sundlaug og lyftingasal á eftirfarandi tímum:

 

Mánudagar til fimmtudaga:        kl. 09:00-13:00 og kl. 15:00-20:00

Föstudagar:                                       kl. 12:00-18:00

Laugardagar:                                     kl. 11:00-14:00

Sunnudagar:                                     Lokað

Hætt er að selja ofan í laugina hálftíma fyrir auglýstan lokunartíma.

 

Síminn í Íþróttamiðstöðinni er 450-2510.

Íþróttamiðstöðin lokuð á sunnudaginn

Af óviðráðanlegum orsökum verður Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð sunnudaginn 20. ágúst 2023.
Opnað verður að nýju kl. 09:00 mánudaginn 21. ágúst 2023.

 

Hinseg­in­hátíð sunn­an­verðra Vestfjarða

Öflugt teymi sjálf­boða­liða vinnur nú hörðum höndum við skipu­lagn­ingu hinseg­in­há­tíðar sem verður haldin á Patreks­firði 18. og 19. ágúst 2023.
 

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hefst á fjölskyldubingó vikuna fyrir hátíðina. Hægt er að taka þátt í bingóinu hvar sem er af landinu. Af helstu viðburðum má nefna sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Bröttuhlíð, gleðigöngu og fjölskyldupartý við FLAK. Nánari upplýsingar um dagskrána og sölu varnings má finna á Facebook-viðburði hátíðarinnar.
 

Hinsegin hátíð var haldin í fyrsta skipti á svæðinu í fyrra með góðri þátttöku. Skipuleggjendur hvetja íbúa og aðra gesti til að mæta og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.

Alþjóð­lega píanó­há­tíðin á Vest­fjörðum

Píanó­leik­arar á heimsklassa koma fram á Alþjóð­legu píanó­hátíð Vest­fjarða sem er haldin á Patreks­firði og Tálkna­firði þessa vikuna.
 
Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra að frumkvæði Andrews J. Yang sem er jafnframt listrænn stjórnandi hennar. Listamenn hátíðarinnar sem hanna prógram tónleikanna og leika fyrir gestina koma víðs vegar að úr heiminum. Ásamt því kenna þeir á meistaranámskeiði sem haldið er fyrir nemendur á svæðinu sem líkur með tónleikum. Hátíðin hlaut Eyrarrósina, verðlaun veitt framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins, fyrr á árinu. Þar að auki hefur hátíðin hlotið styrki víðs vegar að, þar á meðal frá menningar- og ferðamálaráði Vesturbyggðar.
 
Píanóleikarar hátíðarinnar að þessu sinni eru Antoinette Perry frá Bandaríkjunum, prófessor í USC Thornton School of Music í Los Angeles, Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, formaður framhaldsnáms við Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Myung Park frá Suður-Kóreu og Frakklandi, tónskáld og píanóleikari með aðsetur í París, og Andrew J. Yang frá Bandaríkjunum.
 
Viðburðirnir í ár eru haldnir á Patreksfirði og Tálknafirði. Nánari upplýsingar um tónleikana, listamennina, hátíðina og miðakaup má finna á heimasíðu hátíðarinnar.



Röskun á starfsemi Íþróttamiðstöðvar á þriðjudag og miðvikudag

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar mun raskast aðeins á þriðjudegi og miðvikudegi í þessari viku vegna funda hjá starfsfólki. Þriðjudaginn 15. ágúst mun Íþróttamiðstöðin loka kl. 18:00 og miðvikudaginn 16. ágúst verður lokað á milli kl. 10:00 og 12:00.


Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón