A A A

Lýðskólinn á Flateyri

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

 

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2023. Umsóknir fara fram á  vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

 

Opið er fyrir umsóknir og afgreiðsla þeirra er þegar hafin. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. 

 

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn. 

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Skrifstofan lokar vegna sumarleyfa

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps  verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 4 júlí.

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 31 júlí. 2023 kl. 10:00

 

Kveðja starfsfólk skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Truflanir í vatnsveitu þriðjudaginn 27. júní 2023

Vegna framkvæmda við vatnsveitu þarf að loka fyrir vatn í austurenda Túngötu, þ.e. frá Lækjargötu, þriðjudaginn 27. júní 2023. Vatnið verður tekið af milli kl. 08:00 og 09:00 að morgni og hleypt aftur á þegar líður að kvöldi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Myndasafn frá íbúafundum

Í upphafi júní voru haldnir fimm íbúafundir og kynnt drög að forsendum fyrir sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og óskað eftir skoðunum íbúa. Teikningar Elínar Elísabetar og ljósmyndir frá fundunum má sjá á vefsíðu Vestfirðinga.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 615. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 27. júní 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar.
 

Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð, getu til að sýna frumkvæði í starfi og áhuga á að taka að sér spennandi verkefni.
 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar ber ábyrgð á rekstri hennar þ.m.t. á íþróttahúsi, sundlaug og félagsheimili. Starfsmaðurinn sér um að skipuleggja það starf sem fram fer á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar, ber ábyrgð á mannauði starfseminnar og ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, félög og stofnanir sem nýta Íþróttamiðstöðina. Gert er ráð fyrir því að forstöðumaður gangi vaktir að hluta.
 

Við ákvörðun um ráðningu verður horft til eftirfarandi þátta:

  • Sjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.

  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Jákvæðnu, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar.

  • Rík þjónustulund.

  • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.

  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og drifkraftur.

  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.

  • Geta til að tileinka sér nýja færni

  • Góð íslenskukunnátta og geta til samskipta á ensku.

  • Önnur reynsla sem nýtist í starfinu.

 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð samkvæmt 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvöðun um ráðningu hefur verið tekin.
 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélags.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is.
 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði. Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2023.
 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón