A A A

Auglýsing vegna kosningar til sveitarstjórnar

Framboðsfrestur vegna sveitastjórnakosninga 2014, rennur út kl 12:00 á hádegi  laugardaginn 10. maí n.k. Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps tekur á móti framboðslistum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, að Miðtúni 1, laugardaginn 10. mai kl 11:00  - 12:00. Á sama tíma rennur út frestur þeirra sem löglega geta skorast undan kjöri ef um óhlutbundna kosningu er að ræða.

 

Kjörstjórn Tálknfjarðarhrepps.

Landsþing Powertalk International á Íslandi 2-3 maí s.l.

Herdís, Gerður, Sigurbjörg, Guðrún, Sólrún og Gunnþórunn (á myndina vantar Freyju)
Herdís, Gerður, Sigurbjörg, Guðrún, Sólrún og Gunnþórunn (á myndina vantar Freyju)

Powertalkdeildin Klettur á sunnanverðum Vestfjörðum var stofnuð í október 2012 og hefur því verið starfandi í 2 vetur. Það eru 12 félagar í deildinni og hefur starfið blómstað í vetur. Þetta er góður félagsskapur sem byggir upp sjálfstraust og sjálfsöryggi til þess að tjá sig og síðast en ekki síst er þetta fróðlegt og skemmtilegt. Uppskeruhátíð samtakanna er Landsþing Powertalk International á Íslandi sem haldið var á hótel Natura í Reykjavík síðustu helgi og mættu 7 Klettskonur á það. Gaman var að sjá hversu deildin var áberandi á þinginu og hafði hún mörg verkefni á því, meðal verkefna okkar voru Menningartengt atferli, Drottningar Norðursins (um býflugnarækt), veislustjórn ásamt því að ein okkar tók þátt í grobbsögukeppni og hreppti hún fyrstu verðlaun. Við snérum heim af landsþingi fullar af eldmóð, fróðleik og betur tilbúnar til þess að takast á við ný verkefni.


Á landinu eru starfandi 7 deildir og samtals eru 97 félagar í samtökunum. Powertalkdeildin Klettur er eina deildin á Vestfjörðum og viljum við hvetja fólk til þess að kynna sér samtök og markmið Powertalk á Íslandi, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.powertalk.is eða hafa samband við undirritaða.
 

Sólrún Ólafsdóttir 1.varaforseti Powertalkdeildarinnar Kletts

email: solrunol@simnet.is

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

466. fundur Sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1 Tálknafirði, þriðjudaginn 6. maí og hefst kl 17:00.
 
Sjá fundarboð hér (.pdf)

Kæri Tálknfirðingur

Okkur vantar sjálfboðaliða  til þess að bera fúarvörn utan á kirkjuna okkar hér í Tálknafirði og einnig í önnur tilfallandi verk því fylgjandi.

 
Veðurspá er góð næstu daga og því  fleiri sem við erum því léttara verður verkið. Það verður bara að segjast að það sé löngu komin tími á þessa vinnu og hefur efnið í verkið verið til í nokkur ár, en því miður ekki fundist tími til þess að fara í þessa vinnu.
 
Nú er ekki í boði að bíða lengur og þætti okkur í sóknarnefnd vænt um að þú sjáir þér fær að aðstoða okkur með því að koma, einnig væri gott að ef þú átt breiðan pensil eða málingarkúst að taka hann með þér í verkið.

Við munum mæta upp í Tálknafjarðakirkju kl 13:00 fimmtudaginn 1. maí og laugardaginn 3. maí kl 13:00.
                                              
F.h. sóknarnefndar
Birna Ben  891-7076

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum

Tvær stöður raungreinakennara. Meðal kennslugreina eru eðlis-, efna-, jarð- og líffræði. Hálf staða spænskukennara.


Umsóknarfrestur er til 5.maí 2014.

...
Meira

Breyting á fundartíma sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps

Næsti fundur sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps verður að Miðtúni 1. þriðjudaginn 6. maí n.k og hefst fundurinn kl 17:00.

Dagskrá verður auglýst síðar.

 

Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón