Ef lífið væri söngleikur
Ef lífið væri söngleikur- söngleikjatónleikar á heimsmælikvarða
Tálknafirði og Patreksfirði 21. og 22. Júní
Dagana 21. og 22. júní munu söngleikjatónleikar óma um Tálknafjörð og Patreksfjörð. Leikararnir og söngvararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson flytja lög úr söngleikjum sem allir þekkja.
Þau halda kvöldtónleika bæði í Tálknafjarðarkirkju og Sjóræningjahúsinu Patreksfirði þar sem flutt verður brot af því besta frá allri tónleikaröðinni sem slegið hefur í gegn í Salnum, Kópavogi í vetur. M.a. flytja þau lög úr My Fair Lady, Fiddler on The Roof, Evita, Phantom of the Opera, Rocky Horror, Rent, Jesus Christ Superstar og Litlu hryllingsbúðinni. Við flygilinn situr píanóleikarinn Karl Olgeirsson og mega tónleikagestir eiga von á söngleikjatónleikum á heimsmælikvarða. Miðaverð kr. 2.500.-
Laugardaginn 22. júní kl 15:00 flytur sami hópur sérstaka barnadagskrá með lögum úr þekktum teiknimyndum og söngleikjum. Af nógu er að taka og komið víða við þar sem flutt verður tónlist Söngvaseið, Ólíver, Annie, Kongungi ljónanna o.fl. Þetta verður hin besta skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Miðaverð á barnatónleikana er kr. 1.000.- Frítt fyrir 2ja ára og yngri.
...Meira