Vinnuskóli Tálknafjarðarhrepps
Þriðjudaginn 4. júní kl. 08:00 hefst vinna í vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps. Allir sem sótt hafa um vinnu og eru með lögheimili eða foreldrar/foreldri í Tálknafjarðarhreppi, fá vinnu.
Fyrirkomulag verður sem hér segir :
Starfsmaður áhaldahúss : Guðni Ólafsson verður yfirumsjónarmaður.
Flokkstjóri : Tara Sverrisdóttir.
Dagskrá vinnuskólans verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Skipulag á frístundum innan skólans verður á hendi flokkstjóra og er þar ýmislegt spennandi að framundan. En að sjálfsögðu mun þátttaka og veður skipta þar miklu máli.
Vinnutíminn er mismunandi eftir aldri starfsmanna þ.a. :
- Börn fædd 1999 vinnutími kl. 08:00 – 12:00 mánudag - fimmtudag
- Börn fædd 1999-1998 vinnutími kl. 8:00 – 12 og 13 – 15.30 mánudag-fimmtudag
ATHUGIÐ ALLTAF FRÍ Á FÖSTUDÖGUM
ATHUGIÐ MÆTING ÞRIÐJUDAG 4.JÚNÍ KL. 08:00 VIÐ NÝJABÆ (ÁHALDAHÚS VIÐ HÓLSÁ).
Þá bendi ég á að koma þarf upplýsingum um reikningsnúmer og skila skattkortum (16 ára og eldri), vegna launagreiðslna, vinsamlega komið þeim upplýsingum á skrifstofuna eða á netfang talknafjordur@talknafjordur.is
Þá minni ég starfsmenn á að mæta klæddir eftir veðri og að taka með góða skapið.
Með góðri kveðju
Indriði Indriðason, sveitarstjóri