A A A

Vinnuskóli Tálknafjarðarhrepps

Þriðjudaginn 4. júní kl. 08:00  hefst vinna í vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps.  Allir sem sótt hafa um vinnu og eru með lögheimili eða foreldrar/foreldri í Tálknafjarðarhreppi,  fá vinnu.
 

Fyrirkomulag verður sem hér segir :

Starfsmaður áhaldahúss :  Guðni Ólafsson verður yfirumsjónarmaður.

Flokkstjóri : Tara Sverrisdóttir. 

Dagskrá vinnuskólans verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Skipulag á frístundum innan skólans verður á hendi flokkstjóra og er þar ýmislegt spennandi að framundan. En að sjálfsögðu mun þátttaka og veður skipta þar miklu máli.
 

Vinnutíminn er mismunandi eftir aldri starfsmanna þ.a. :

  • Börn fædd 1999  vinnutími kl. 08:00 – 12:00  mánudag - fimmtudag
  • Börn fædd 1999-1998 vinnutími kl. 8:00 – 12  og   13 – 15.30 mánudag-fimmtudag

ATHUGIÐ ALLTAF FRÍ Á FÖSTUDÖGUM

ATHUGIÐ MÆTING ÞRIÐJUDAG 4.JÚNÍ KL. 08:00   VIÐ NÝJABÆ (ÁHALDAHÚS VIÐ HÓLSÁ).

Þá  bendi ég á að koma þarf upplýsingum um reikningsnúmer og skila skattkortum (16 ára og eldri), vegna launagreiðslna, vinsamlega komið þeim upplýsingum á skrifstofuna eða á netfang  talknafjordur@talknafjordur.is   

Þá minni ég starfsmenn á að mæta klæddir eftir veðri og að taka með góða skapið.

 
Með góðri kveðju
Indriði Indriðason, sveitarstjóri

Starf verkefnastjóra á byggðaþróunardeild

Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa við Byggðaþróunardeild FV með staðsetningu á Vestfjörðum. Byggðaþróunardeild er hluti af sameiginlegri starfsemi sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem hefur að markmiði að efla samfélög og atvinnulíf og verndun umhverfis á Vestfjörðum. Á döfinni eru spennandi verkefni þar sem unnið er að öllum framangreindum þáttum í samstarfi við sveitarfélög og aðila í stoðkerfi atvinnu og byggðaþróunar.

...
Meira

Vinnuskóli Tálknafjarðarhrepps

Vinnuskóli  Tálknafjarðarhrepps hefst miðvikudaginn 5.júní og stendur til fimmtudagsins 18.júlí.  Helstu verkefni skólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins.  Þeir sem geta sótt um í vinnuskólanum eru börn fædd á árunum 1997 – 1999. 

   Umsóknareyðublöð má nálgast hér.

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fyrir 31. maí n.k


Eyðibýli á Íslandi – sumarið 2013

Dagverðará á Snæfellsnesi
Dagverðará á Snæfellsnesi
1 af 2

Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Þegar verkefninu lýkur liggur fyrir verðmætur þekkingargrunnur um búsetu og líf Íslendinga fyrr á tímum.

...
Meira

Eftirlit í Kjálkafirði í dag - lokað í nótt

Sérstök vakt verður við framhlaupið í Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum í dag og síðan verður veginum lokað á miðnætti og stefnt að því að opna aftur klukkan átta á laugardagsmorgun. Á laugardag verður áfram vakt að deginum til og aðstæður metnar að nýju. Ástæða þessa er úrkoman sem verður á svæðinu í dag sem eykur hættuna á frekari skriðuföllum.
 

Til þess gæti komið fyrirvaralítið að loka þurfi veginum og eins verða aðstæður metnar í fyrramálið, hafi áhættan aukist um nóttina gæti komið til þess að ekki yrði hægt að opna veginn fyrr en síðar en klukkan átta.

http://www.vegagerdin.is

Fréttatilkynning frá sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lítur þá stöðu sem komin er upp á þjóðvegi 60 í Kjálkafirði alvarlegum augum. Því er skorað á Vegagerðina að leysa það ófremdarástand sem komið er í samgöngumálum á sunnanverðum vestfjörðum sem allra fyrst. Núverandi ógn við samgönguöryggi er vegna náturuhamfara og sýnir sveitstjórn því fullan skilning. Því er það afar mikilvægt að Vegagerðin sinni því að koma fréttum af ástandi vegarins í Kjálkafirði til íbúa og ferðamanna með eins skilvirkum hætti og kostur er. Tálknafjarðarhreppur býður Vegagerðinni aðstoð sína við að koma upplýsingum um ástand vegarins á framfæri til íbúa og ferðamanna á suðursvæði í gegn um sína heimasíðu og upplýsingamiðstöð ferðamanna á staðnum.

Meðan óvissa er með veginn í Kjálkafirði þá vill sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að samgöngur séu tryggðar með Baldri og að ferðir séu eins tíðar og þurfa þykir, enda er ferjan í raun þjóðvegur íbúa á svæðinu í dag. Á suðursvæði vestfjarða eru starfandi fyrirtæki sem eru í matvælaframleiðslu og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess að öruggar samgöngur komist á svo að þau geti komið afurðum sínum á markað með skjótum og öruggum hætti. Núverandi ástand þjóðvegar 60 er beinlínis ógn við rekstur fyrirtækja á svæðinu, bæði framleiðslufyrirtækja svo og þeirra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Nú er mesti annatími ársins í ferðaþjónustu að ganga í garð og eiga mörg fyrirtæki og einstaklingar mikið undir því komið að samgöngur fyrir ferðamenn séu eins og best verður á kosið. Því er núverandi ástand á Þjóðvegi 60 beinlínis ógn við atvinnuöryggi íbúa hér á svæðinu.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón