Baldur siglir til Eyja
Baldur mun sigla á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur fer í slipp vegna skemmda sem urðu á skipinu í hafnarmynni Landeyjahafnar um helgina.
...Meira
Baldur mun sigla á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur fer í slipp vegna skemmda sem urðu á skipinu í hafnarmynni Landeyjahafnar um helgina.
...Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.
Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2012.
...Búast má við þrýstingsfalli á kaldavatnslögn í Túngötu og Móatúni á morgun 23. nóvember vegna viðgerðar á aðallögn. Viðgerðin hefst kl. 10:00 og mun standa fram eftir degi.
Guðni
Sími:869 0918
Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. September 2012 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Tálknafjarðarhrepp.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á vatnsvernd, jarðborun og reiðleiðir. Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Miðtúni 1, Tálknafirði og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 26. Nóvember 2012 til 16. janúar 2013. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. Janúar 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps Miðtúni 1. Tálknafirði eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt “Aðalskipulag Tálknafjarðar”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Tálknafjörður 17. nóvember 2012
Ármann Halldórsson Byggingarfulltrúi
Jónas Sig og Ómar Guðjóns á ferð um landið – 14 tónleikar á 14 dögum
Í kvöld klukkan 21 halda þeir tónleika í Sjóræningjahúsinu. Þar kynna þeir báðir efni af nýúkomnum plötum sínum og fara á kostum með sitthvort trommusettið og ógrynni af öðrum hljóðfærum. Miðaverð er 2.000 kr.
Ómar Guðjónsson er þekktur sem einn af bestu jazzgítarleikurum landsins en Jónas Sigurðsson fyrir lög á borð við ,,Hamingjan er hér“ og þessa dagana er það lagið ,,Hafið er svart“.
Vert er að taka fram að Sjóræningjahúsið hefur fest kaup á öflugum hitablásara en fólk er samt sem áður hvatt til að klæða sig vel.