A A A

Fasteignagjöld árið 2012

Gjalddagar verða 7 og verður fyrsti gjalddagi 1.febrúar, síðan 1.hvers mánaðar (febrúar til ágúst).

 

Athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka með sama hætti og á árinu 2011. Engin breyting verður hjá þeim sem pöntuðu seðla í fyrra.

Hægt er að panta og afpanta seðla með því að hringja í síma 456-2539 á opnunartíma skrifstofu og/eða senda tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is .

 

Álagningarreglur fasteignagjalda árið 2012 - (pdf - 232,3 KB)

 

Kynningarfundur - Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Opinn kynningarfundur verður haldinn í Þekkingarsetrinu Skor 19. janúar kl. 18:00.

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi.

...
Meira

Sjókvíaeldi í Arnarfirði og Fossfirði - kynningarfundur á Bíldudal

Opinn kynningarfundur verður haldinn í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal þann 24. janúar 2012, kl.17. Farið verður yfir lög og reglur um starfsleyfisveitingar Umhverfisstofnunar og fjallað um þær starfsleyfistillögur sem fyrir liggja. Þá verður gefinn kostur á umræðum og fyrirspurnum frá fundargestum. 

...
Meira

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

438. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, fimmtudaginn 19. janúar 2012 og hefst kl. 17:00

Sjá fundarboð hér.

Umsóknarfrestur auglýstur - AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi

Umsóknarfrestur fyrir styrki 2012 hefur verið auglýstur. Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 1. febrúar n.k. Um er að ræða sömu styrktarflokka og í fyrra, þ.e. rannsóknastyrki (eitt til þrjú ár), smástyrki og styrki til eflingar sjávarbyggða.

...
Meira

Skipulagsstofnun staðfestir vegstæðið þrátt fyrir allt

Skipulagsstofnun staðfesti í fyrradag fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi varðandi nýtt vegstæði Vestfjarðavegar nr. 60 úr Vattarfirði vestur í Kjálkafjörð vestast í Reykhólahreppi, þrátt fyrir að hafa fyrir mánuði gefið mjög neikvæða umsögn um þá framkvæmd.

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Næstu atburðir
Vefumsjón