Segir álit Skipulagsstofnunar reginhneyksli
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir álit Skipulagsstofnunar um Vestfjarðaveg reginhneyksli og segir tíma til kominn að opinberar stofnanir taki tillit til þarfa fólksins, sem þarf að búa við vegina.
Skipulagsstofnun hefur lýst því áliti sínu að fyrirhugaðar endurbætur á þjóðveginum um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð á sunnanverðum Vestfjörðum valdi óbætanlegum skaða á landslagi. Einar segir að heiðarlegast hefði verið af stofnuninni að segja Vestfirðingum að nota bara gömlu troðningana, en ekki leggja neinn nýjan veg, - kannski að leyfa að sturtað yrði nokkrum malarhlössum í verstu holurnar.
Meira