A A A

Náum jafnvægi – samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Hugrún R. Hjaltadóttir
Hugrún R. Hjaltadóttir

- Grein eftir Hugrúnu R. Hjaltadóttur

Erfiðleikar við að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf er einn helsti stressvaldur í lífi margra. Nú á tímum óvissu í efnagaslífi þjóðarinnar eykst álagið enn frekar. Óöryggi á vinnumarkaði vegna sparnaðar, niðurskurðar og aukið atvinnuleysi veldur því að fólk verður óöruggt um stöðu sína á vinnustað. Eftir sem áður eru 24 klukkustundir í sólahringnum og verkefnin á heimilum landsmanna minnka ekki. Við viljum öll standa okkur vel bæði í starfi og í einkalífi en þegar álagið er mikið á öðrum staðnum kemur það til með að hafa áhrif á hinum staðnum líka. Eins verður annað að víkja þegar upp koma árekstrar og líklegra er að fjölskyldan víki þegar fólk óttast um stöðu sína á vinnustað.

...
Meira

Mótmæla yfirgangi þingmanna

Tálknafjörður.
Tálknafjörður.

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps mótmælir yfirgangi einstakra þingmanna gagnvart sjálfræðisrétti og skipulagsvaldi sveitarfélaga í umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um þjóðgarð við norðanverðan Breiðafjörð. Hreppsnefndin tekur undir bókun bæjaráðs Vesturbyggðar frá 29. mars þess efnis að slík framkoma gangi þvert á vilja stjórnvalda á sveitarstjórnarstigi sem og hjá framkvæmdavaldi að stunda samráð á öllum stigum. „Það er verið að leggja til þjóðgarð án nokkurs samráðs við sveitarfélögin og landeigendur sem eiga þarna land. Við erum að vinna að því að byggja upp þjóðgarð í Látrabjargi og að því koma allir hagsmunaraðilar, en sú ákvörðun er ekki sett með lögum frá Alþingi,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps.

...
Meira

Kynning á fjar- eða dreifnámi á vorönn 2012 við FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Þriðjudagskvöld 6.desember kl 20:00 í Framhaldsdeildinni

Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype.

...
Meira

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fær hæsta styrkinn

Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna seinni úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Veitt eru framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.- Styrkirnir eru á bilinu 100 þúsund til 1,2 milljónir, en það var tónlistarhátíðin Við Djúpið sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 85 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna.

...
Meira

Laust starf hjá Tálknafjarðarhrepp

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tunglsins


Starfið hefur fyrst og fremst farið fram á kvöldin, en félagsmiðstöðin hefur verið opin tvö kvöld í viku; mánudaga og föstudaga.  Forstöðumaður mun í samstarfi við nemendur hafa óbundnar hendur með breytingar á starfinu, með það að markmiði að efla starfið.

...
Meira

Opnun sleðagötu í Tálknafirði

Tálknafjarðarhreppur hefur haft það að venju til margra ára að opna sleðagötu á Tálknafirði þegar aðstæður skapast og börnin í þorpinu þyrpast út með sleðana sína.  Hrafnadalsvegur gegnir þessu hlutverki, vegurinn sá er það vel staðsettur að  vítt er til veggja og  einfalt að loka hann af.   Þessi ráðstöfun hefur fallið í góðan jarðveg hjá þorpsbúum og hafa allir sýnt þessu mikinn stuðning og skilning og það ber að þakka. 

 

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Oddviti Tálknafjarðarhrepps

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón