Náum jafnvægi – samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
- Grein eftir Hugrúnu R. Hjaltadóttur
Erfiðleikar við að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf er einn helsti stressvaldur í lífi margra. Nú á tímum óvissu í efnagaslífi þjóðarinnar eykst álagið enn frekar. Óöryggi á vinnumarkaði vegna sparnaðar, niðurskurðar og aukið atvinnuleysi veldur því að fólk verður óöruggt um stöðu sína á vinnustað. Eftir sem áður eru 24 klukkustundir í sólahringnum og verkefnin á heimilum landsmanna minnka ekki. Við viljum öll standa okkur vel bæði í starfi og í einkalífi en þegar álagið er mikið á öðrum staðnum kemur það til með að hafa áhrif á hinum staðnum líka. Eins verður annað að víkja þegar upp koma árekstrar og líklegra er að fjölskyldan víki þegar fólk óttast um stöðu sína á vinnustað.
Meira