Gefur þú séstakan kost á þér í heimastjórn?
Samhliða kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar þann 4. maí næstkomandi verða kosnir fulltrúar í heimastjórnir. Hægt er að kjósa um alla íbúa hvers svæðis, en einstaklingum sem vilja gefa sérstaklega kost á sér til heimastjórnar býðst að kynna sig og sín áherslumál í gegnum heimasíður sveitarfélaganna.
Kosið verður í heimastjórnir sama dag og kosið verður til sveitarstjórnar og eru tveir fulltrúar kosnir á hverjum stað. Heimastjórnirnar verða fjórar:
- Heimastjórn Arnarfjarðar
- Heimastjórn Tálknafjarðar
- Heimastjórn Patreksfjarðar
- Heimastjórn Rauðasandshrepps og Barðastrandar
Allir íbúar hvers svæðis eru í framboði og kýs hver íbúi einn einstakling á því svæði sem hann býr. Þeir tveir sem fá flest atkvæði á hverju svæði munu sitja í heimastjórn fyrir sitt svæði næstu tvö árin eða þar til kosið verður næst til sveitarstjórnar.
Meira