Sveitarstjórnarfundur
542. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
9. maí 2019 og hefst kl. 18:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Skrifstofan lokuð
Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð föstudaginn 3. maí.
Kveðja, starfsfólk Tálknafjarðarhrepps
Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
Tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi (100% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela m.a. mögulega í sér list- og verkgreinakennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
-
Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
-
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
-
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
-
Reglusemi og samviskusemi
-
Hefur hreint sakarvottorð
Starf stuðningsfulltrúa/starfsmanns í skóla með stuðning (100% starf) í fjölbreytt starf með öllum nemendum skólans auk þess að hafa umsjón með lengdri viðveru (frístund) 1.-4. bekkjar 5 daga vikunnar eftir að kennslu lýkur í skólanum.
Leitað er að einstaklingi sem:
-
Hefur áhuga á vinnu með börnum og á auðvelt með samskipti við börn
-
Hefur til að bera góða samskiptahæfni
-
Hefur virðingu, jákvæðni, metnað, gleði og umhyggju að leiðarljósi
-
Er reglusamur og samviskusamur
-
Hefur hreint sakarvottorð
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.
Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.
Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537, 868-3915.
Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is
og verður móttaka umsókna staðfest.
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2019
Margir plokkarar á Tálknafirði
Mjög góð mæting var á skipulögðu plokki á Tálknafirði eða um 60 manns sem tóku ærlega til hendinni. Sebastian mætti á gula hreppsbílum og Heiðar á sínum vinnubíl og var hægt að fylla bílana margsinnis. Það kom á óvart hve mikið af rusli leyndist í oddanum og sennilega mætti skipuleggja annan dag í sömu erindum. Skipuleggjendur með Láru í broddi fylkingar höfðu hent í girnilegar skúffukökur sem plokkarar gæddu sér á að loknu góðu dagsverki.
Stóri plokkdagurinn
Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land sunnudaginn 28.apríl en þá eru allir hvattir til að fara út og plokka eða týna rusl í sínu nærumhverfi. Það er hópurinn Plokk á Íslandi sem stendur fyrir deginum.
Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla leggur til að íbúar á Tálknafirði taki þátt í þessu verkefni með því að hittast á sunnudaginn hér við skólann kl: 13 og plokka eða týna rusl.
Ætlunin er að ganga eftir fjörunni á innanverðum Oddanum og er það gert í samráði við landeigendur. Ef mætingin er góð er jafnvel hægt að fara á fleiri staði. Eftir plokkið býður Tálknafjarðarhreppur upp á kaffi og léttar veitingar við skólann.
Klæðum okkur eftir veðri, sýnum það í verki að við viljum hafa umhverfi okkar snyrtilegt og njóta í leiðinni góðrar útiveru og samveru.
Sjáumst á sunnudaginn með bros á vör,
Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 637. fundur sveitarstjórnar 14. maí 2024
- Sveitarstjórn | 636. fundur sveitarstjórnar 30. apríl 2024
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 17. fundur 18. apríl 2024
- Skipulagsnefnd | 16. fundur skipulagsnefnar 16. apríl 2024
- Fræðslunefnd | 18. fundur fræðslunefndar 15.04.2024
- Sjá allar fundargerðir