A A A

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi 2019

Barnaheill – Save the children á Íslandi og Æskan barnahreyfing IOGT standa saman að hjólasöfnun.

Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól.
 
Sjálfboðaliðar undir stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum annast viðgerðir á hjólunum sem safnast áður en þeim verður síðan úthlutað í hendur barna sem sækja um hjól hjá félagsþjónustunni.

Eigi barnið fyrir hjól sem er bilað eða of lítið, er upplagt að gefa það hjól í söfnunina svo hægt sé að leyfa öðrum að njóta þess.
 

Ef þú vilt gefa hjól getur þú farið með það í Gámaþjónustu Vestfjarða á Patreksfirði frá

15. mars – 23. apríl, á opnunartíma Gámaþjónustunnar. 
 
Forráðamenn barna geta sótt um hjól til Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandasýslu:

 

S: 450-2300

Netföng:

arnheidur@vesturbyggd.is

svanhvit@vesturbyggd.is

 

Umsóknarfrestur til að sækja um hjól er til 31.apríl 2019


 


Bicycle collection Barnaheilla – Save the children in Iceland 2019

The public is encouraged to give a bicycle to the campaign and than volunteer will take care of repairing the bicycles before they are given to child or a youth, which else would not have the oppurtunity to have a new bicycle.

 

Volunteers, under the direct of specialists in repairing bicycles will repair the bikes that will be collected, before they will be given back to the children who have to apply for a bicycle at the social service.
 

If the child has some bike that is broken or too small, it is ideal to give that bike to the collection so you can let others enjoy that.
 

If you want to give a bike you can bring it to Gámaþjónusta Vestfjarða in Patreksfjörður from 15th of March to 23rd of April, when Gámaþjónustan is open.

 

Parents or legal guardians of children can apply for a bicycle to the Social Service of Vestur-Barðastrandasýsla:

 

tel: 450-2300

email:

arnheidur@vesturbyggd.is

svanhvit@vesturbyggd.is

 

Deadline for an application for a bicycle is 31st of April 2019.

Stóra upplestrarkeppnin

ATH! Frestun
 

Stóra upplestr­ar­keppnin í Vest­ur­byggð og Tálkna­firði fer fram í Tálkna­fjarð­ar­kirkju mánu­daginn 1.apríl kl. 17:00 en ekki fimmtu­daginn 28. mars eins og upphaf­lega var auglýst.

Þátt­tak­endur verða nemendur í 7. bekk frá Bíldu­dals­skóla, Patreks­skóla og Tálkna­fjarð­ar­skóla. Tónlist­ar­at­riði og veit­ingar.

Allir inni­lega velkomnir.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Vesturbyggð og Tálknafirði verður haldin í Tálknafjarðarkirkju fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 17:00. Þar munu nemendur frá Bíldudalsskóla, Patreksskóla og Tálknafjarðarskóla lesa upp valinn texta og ljóð og einnig verða tónlistaratriði. Foreldrafélag Tálknafjarðarskóla mun sjá um veitinagar.
 

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Gamlar ljósmyndir

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að fá að láni gamlar ljósmyndir frá Tálknafirði vegna fyrirhugaðar sýningar í Íþróttamiðstöðinni um sögu Tálknafjarðar.

Óskað er eftir ljósmyndum af einstaklingum, hjónum, hópum, bæjum, atvinnuháttum og bátum. Æskilegt er, en ekki nauðsynlegt, að nöfn einstaklinga og fæðingarár fylgi með myndum af fólki og eins nöfn bæja og báta.

Stafrænar myndir er hægt að senda á netfangið sagan@talknafjordur.is og ljósmyndir á pappír á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði, merkt „sagan myndir“. Einnig er hægt að koma á skrifstofu hreppsins og afhenda myndir. Æskilegt er að nöfn sendanda og heimilisfang fylgi öllum myndum sem berast í bréfpósti og verður þeim skilað samviskusamlega til eigenda eftir að búið er að afrita þær.

Ath! Áríðandi er að stafrænar myndir séu skannaðar í góðri upplausn.

Laus til umsóknar staða skólastjóra Tálknafjarðarskóla

Tálknafjarðarhreppur auglýsir stöðu skólastjóra Tálknafjarðarskóla lausa til umsóknar. Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur.

 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.

 

Starfssvið:

  • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi

  • Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild

  • Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara

  • Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði

  •  Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða eða umtalsverðLau og farsæl reynsla á sviði stjórnunar, rekstrar og þróunarstarfi er skilyrði.

  • Hæfni í mannlegum samskiptum

  • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

 

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. maí 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 

Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

 

Upplýsingar um starfið veitir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, í síma 450-2500 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2019.

 

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps á netfangið  sveitarstjori@talknafjordur.is




Nýr í brúnni

Sigurður Örn Leósson skólastjóri hefur vegna persónulegra aðstæðna hætt störfum við Tálknafjarðarskóla og er það mikill missir fyrir skólann. Hans ljúfa lund og listrænu og verklegu hæfileikar hafa verið gefandi fyrir bæði nemendur og kennara. Sigurði er óskað alls velfarnaðar og er kvaddur með þakklæti fyrir hans framlag til skólans.
 

Við keflinu mun Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson en hann er með meistarapróf í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og B.A. próf í mannfræði frá Háskóla Íslands. Gunnþór vann sem forfallakennari í Lundarskóla á Akureyri og var í fyrsta kennarahópi Naustaskóla á Akureyri þar sem hann var umsjónarkennari í 2.-3.b, 4.-5.b og 6.-7.b auk kennslu í heimilisfræði og upplýsingatækni. Gunnþór er sömuleiðis öllum hnútum kunnugur í samreknum leik- og grunnskóla því hann var skólastjóri Árskógarskóla frá árinu 2012 – 2018.
 

Gunnþór hefur starfað sem sérfræðingur Tröppu og var ætlað að stýra stefnumótunarvinnu við Tálknafjarðarskóla, við hans hlutverki í því verkefni mun Kristrún Lind Birgisdóttir taka en hún er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennsluaðferðir og stjórnun menntastofnana. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og kennslu í stórum og litlum grunnskólum. Kristrún leitast við að innleiða hagnýtar breytingar sem auðvelt er að viðhalda og varða m.a. kennsluaðferðir, námsmat, námskrár og sjálfsmat. Stefnumótunarvinnan átti að hefjast með íbúafundi 20. mars en hefur verið frestað meðan allir eru að ná tökum á nýjum hlutverkum.

 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón