A A A

Spennandi sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti auglýsir eftir fólki til starfa á safninu sumarið 2019.
 
Helstu verkefni eru leiðsagnir um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu, almennum þrifum.
 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

Frítt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.
 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.
 

Atvinnuumsókn sendist fyrir 10. mars á netfangið museum@hnjotur.is
 

Frekari upplýsingar um starfið gefur Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.
 

Konudagsfjör

Í tilefni af konudeginum síðastliðinn sunnudag ætlar íþróttamiðstöð Tálknafjarðar að halda konudagsfjör föstudaginn 1. mars. Fjörið hefst stundvíslega kl. 20:30 og mun dagskráin vera eftirfarandi:

Zumba strong - 20 mínútur
Zumba - 20 mínútur
Pallatími - 20 mínútur
Yoga - 20 mínútur

Að sjálfsögðu endum við fjörið á að fara í pottinn og þiggja léttar og góðar veitingar.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018

Formleg afhending styrkjanna fór fram fyrr í dag 26.02.2019 kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.

Alls bárust 88 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 4.000.000 kr.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

  • Félag eldri-borgara í Önundarfirði: Sumarferðir o.fl. - 50.000 þús. kr.
  • Gísla saga Haukadal: Víkingaskóli barnanna - 50.000 þús. kr.
  • Golfklúbbur Bolungarvíkur: Golfkennsla, barna og unglingastarf - 50.000 þús. kr.
  • Golfklúbbur Ísafjarðar: Golfkennsla - 50.000 þús. kr.
  • Golfklúbburinn Gláma Þingeyri: Bæta aðstöðu á golfvellinum - 50.000 þús. kr.
  • Hestamannafélagið Stormur Vestfjörðum: Barna og unglingastarf - 50.000 þús. kr.
  • Ingastofa - Holt í Önundarfirði Friðarsetur: Menningarstarf - 50.000 þús. kr.
  • Íþróttafélagið Grettir: Gönguskíðabúnaður barna - 50.000 þús. kr.
  • Íþróttafélagið Ívar: Efling badmintonþjálfunar - 50.000 þús. kr.
  • Krabbameinsfélagið Sigurvon: Fræðsla og forvarnir - 50.000 þús. kr.
  • Minningarsjóður um Svan Ís 214: Minningarathöfn og upplýsingaskilti - 50.000 þús. kr.
  • Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði: Sólrisuvika - 50.000 þús. kr.
  • Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar: Þjálfun í bog-og skotfimi - 50.000 þús. kr.
  • Vestri - Hjólreiðar: Barna og byrjendavænt hjólreiðasvæði - 50.000 þús. kr.
  • Act alone: Leiklistarhátíð - 100.000 þús. kr.
  • Ágúst G. Atlason: Ljósmyndanámskeið fyrir unga fólkið - 100.000 þús. kr.
  • Blakdeild Vestra: Kaup á keppnisblakboltum - 100.000 þús. kr.
  • Héraðssamband Vestfirðinga: Fræðsluverkefni um næringu - 100.000 þús. kr.
  • Rauði krossinn á n Vestfjörðum: Kaup á tækjum og búnaði fyrir skyndihjálp - 100.000 þús. kr.
  • Sunddeild UMFB: Endurnýjun á búnaði - 100.000 þús. kr.
  • Björgunarbátasjóður Vestfjarða: Kaup á björgunarskipi - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarfélag Ísafjarðar: Kaup á snjóflóðaýlum - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitin Kofri/Slysavarnardeild Súðavíkurhrepps: Endurnýjun vélsleða - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri: Ljósbúnaður á björgunarbát - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitin Tindar: Kaup á harðborna björgunarbáti - 150.000 þús. kr.
  • Knattspyrnufélagið Hörður: Unglingastarf og mótshald - 150.000 þús. kr.
  • Golfklúbbur Bíldudals: Golfkennsla og aðstaða - 50.000 þús. kr.
  • Héraðssambandið Hrafna-Flóki: Grindur til grindahlaups - 100.000 þús. kr.
  • Íþróttafélag Bílddælinga: Barnastarf og búnaður - 100.000 þús. kr.
  • Tónlistarskóli Vesturbyggðar: Kaup á flygli - 100.000 þús. kr.
  • Ungmennafélag Tálknafjarðar: Kaup á hraðaklukku til þjálfunar - 100.000 þús. kr.
  • Björgunarbátasjóður barðastrandasýslu: Flotgallar á björgunarskipið Vörð ll - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitin Blakkur: Kaup á flotgöllum og björgunarvestum - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitin Kópur Bíldudal: Kaup á Tetra talstöðvum - 150.000 þús. kr.
  • Rafstöðin, félagasamtök: Sögusýning í gömlu rafstöðinni Bíldudal - 150.000 þús. kr.
  • Elín Agla Briem / Þetta Gimli: Námskeiðahald og viðhald menningu í Árneshreppi - 50.000 þús. kr.
  • Sauðfjársetur á Ströndum: Náttúrubarnahátíð 2019 - 50.000 þús. kr.
  • Geislinn: Kaup á ærslabelg - 100.000 þús. kr.
  • Ungmennafélagið Afturelding Reykhólahreppi: Íþróttir og þjálfun - 100.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitin Björg Drangsnesi: Kaup á nýjum utanborðsmótorum - 150.000 þús. kr.
  • Björgunarsveitir Heimamenn: Efling björgunarsveitar - 150.000 þús. kr.
  • Skiðafélag Strandamanna: Lýsing í skíðabraut Selárdal - 150.000 þús. kr.

Nánari upplýsingar eru á vef Orkubúsins og á facebook síðu Orkubúsins eru fleiri myndir frá afhendingu samfélagsstyrkjanna.

Bætt þjónusta hjá Tálknafjarðarhreppi

Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri
Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri
1 af 2

Nágrannasveitarfélögin hér á sunnanverðum Vestfjörðum eiga með sér mikið og gott samstarf um margskonar málefni, eitt af þeim er sameiginleg félagsþjónusta. Þar stendur í stafni Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri en hún fékk á liðnu ári góðan liðsauka í Páli Vilhjálmssyni í nýrri stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæði hafa þau haft starfstöð í nýrri og glæsilegri skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði en verið dugleg að renna yfir fjöllin og heimsækja nágrannabæi.

 

Starfsmenn á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps þrengdu á dögunum aðeins að sér og útbúin var þriðja starfstöðin á skrifstofunni og þar ætla þau Arnheiður og Páll að koma sér fyrir á þriðjudögum og miðvikudögum. Arnheiður verður á þriðjudögum en Páll á miðvikudögum. Þó er ekki víst að hægt sé að ganga alltaf að þeim vísum við skrifborðið nema panta tíma því þau verða á ferðinni í þorpinu, að sinna sínum störfum.
 

Netfang Arnheiðar er arnheidur@vesturbyggd.is en Páls it@vesturbyggd.is

 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Vara við mikilli ölduhæð

Landhelgisgæslan vekur á vef sínum athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga. Stórstreymt er þessa dagana. Samkvæmt útreiknuðum sjávarfallaspám sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar verður árdegisflóð í Reykjavík í fyrramálið 4,5 metrar, til samanburðar þá er sjávarhæð á meðalstórstraumsflóði 4,0 metrar. *
 

Djúp lægð nálgast nú landið og því er má búast við þessari óvenju miklu ölduhæð. Gert er ráð fyrir að hún verði allt að 8 til 10 metrar vestur af landinu og allt að 14 metrar á vesturdjúpi undir lok vikunnar.
 

„Landhelgisgæslan telur ástæðu til að upplýsa sjófarendur um þessar krefjandi aðstæður og hvetur þá til að fylgjast vel með ölduspá, eftir því sem kostur er, en hana má finna á vef Veðurstofunnar,“ segir á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar
 

Næstu daga er spáð umhleypingasömu veðri og geta veðrabrigði orðið ansi snörp, að því er fram kemur í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Því sé mikilvægt að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum, sérstaklega ef fólk hyggur á ferðalög á milli landshluta eða framkvæmdir. 

Silfurvottun til Vestfjarða

Vestfirðir hafa hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir árin 2018-2019, um er að ræða svokallaða silfurvottun.

Það var árið 2012 sem sveitarfélögin á Vestfjörðum tóku ákvörðun um að gerast aðilar að umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck en það eru einu umhverfisvottunarsamtök í heimi sem votta samfélög. Með þessu skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram á splunkunýrri vefsíðu Vestfjarðarstofu sem nú stýrir verkefninu.
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/umhverfisvottun-vestfjarda
 

Þar kemur sömuleiðis fram að sveitarfélögin hafi tekið þá ákvörðun að vera í fararbroddi í umhverfismálum og vera stóriðjulaus landshluti. Hluti af því ferli var að sækjast eftir umhverfisvottun og var því markmiði náð árið 2016 þegar landshlutinn fékk silfurvottun EarthCheck.
 

Til hamingju Vestfirðir

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón