A A A

Fögnum ákvörðum Reykhólahrepps um Þ-H leið

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að setja Þ-H leið Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í skipulagsferli og hefur þar með áréttað fyrri ákvörðun sem sveitarstjórnin tók í mars á nýliðnu ári en að fengnum enn frekari rökum og eftir ítarlega skoðun á öðrum valkostum. Aðrir íbúar Vestfjarðakjálkans geta nú andað léttar og sjá fram á bjartari tíma. Þetta hefur verið erfitt ferli, bæði innan og utan sveitar en niðurstaðan liggur fyrir og nú getum við Vestfirðingar aftur tekið höndum saman um uppbyggingu og glæsta framtíð Vestfjarða.

 

Nú þegar ákvörðun skipulagsyfirvalda í Reykhólahreppi um að fara Þ-H leiðina liggur fyrir, hlýtur það að vera krafa Vestfirðinga að ekki verði frekari dráttur á að framkvæmdir hefjist, enda er gert ráð fyrir fjármagni til vegalagningarinnar í drögum að samgönguáætlun fyrir árið 2019. Því treystum við á að Alþingi og samgönguyfirvöld láti hendur standa fram úr ermum og endi þessa löngu bið okkar eftir langþráðum úrbótum í samgöngumálum.

 

Þegar sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu að gera breytingu á aðalskipulagi sveitgarfélagsins og velja Þ-H leið þann 8. mars á nýliðnu ári var sú ákvörðun tekin með víðtæk rök í farteskinu og eftir mikla undirbúningsvinnu.

 

Í fundargerð þáverandi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var bent á að beðið hefur verið eftir samgöngubótum í a.m.k. 15 ár og að þörfin á þeim væri orðin svo brýn að ekki verði unað við lengri bið. Loks þegar jákvæð teikn væru um byggðaþróun og atvinnuþróun í landsfjórðungnum, væri mikilvægt að nýta þau og styðja. Þessu erum við sammála og tökum undir það mat þáverandi og núverandi sveitarstjórna Reykhólahrepps að ráðast þarf strax í samgöngubætur til að auka umferðaröryggi, greiðfærni og stytta leiðir. Það eru brýnir almannahagsmunir að bæta samgöngur á svæðinu og það viðfangsefni snýr ekki eingöngu að hagsmunum Reykhólahrepps eða sunnanverðra Vestfjarða heldur tekur það til Vestfjarða allra. Því fögnum við ákvörðun sveitarstjórnar Reykhólahrepps að setja Þ-H leið í skipulagsferli og flýta þar með fyrir þeim samgöngubótum sem samfélagið hefur þurft að bíða eftir allt of lengi

 

Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar

Sólarkaffi á Hópinu

Sóknarnefnd Tálknafjarðarkirkju heldur uppá komu sólarinnar sunnudaginn 20. janúar milli kl. 15 og 17.
Allir hjartanlega velkomnir. Frjáls framlög.
 
Sóknarnefndin

Athugið! - 10. bekkingar bjóða uppá andlitsmálningu 600 kr. per andlit.

Krafa um þróun

Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Í júní 2017 skilaði starfshópur um endurskoðun á framtíðarskipan byggðakvóta skýrslu og ýtarlegum tillögum um breytingar í meðferð byggðakvóta, hópnum var ætlað að endurskoða löggjöf og framkvæmd almenns og sértæks byggðakvóta með tilliti til byggðafestuáhrifa og með það að markmiði að hámarka nýtingu þess hluta sem dregið er frá heildarafla og ráðstafað er til þessa tveggja þátta. Hópurinn var sammála um t.d. eftirfarandi forsendur:

  • Tryggja þarf sveigjanleika í ráðstöfun byggðakvóta til að mæta aðstæðum á hverjum stað og stuðla að fjölbreyttum lausnum á vanda minni sjávarbyggða, þ.m.t. uppbyggingu annarrar atvinnustarfsemi ef ekki eru lengur taldar forsendur fyrir sjávarútvegi.

  • Byggðakvóta er ætlað að efla atvinnulíf í sjávarbyggðum en ekki einungis rekstur tiltekinna fyrirtækja innan þeirra. Gæta þarf jafnræðis milli einstaklinga og fyrirtækja og tryggja að þau verðmæti sem felast í byggðakvóta skili sér til samfélagsins í heild.

Starfshópurinn setti fram sex tillögur um hvernig byggðkvóta skyldi ráðstafað, til dæmis að bjóða megi öðrum aðilum aðild að slíkum samningum, svo sem íbúasamtökum eða hverfisráðum, atvinnuþróunarfélögum, landshlutasamtökum, frjálsum félagasamtökum, fyrirtækjum eða samtökum þeirra.

Nú háttar svo til að ekki er lengur rekin fiskvinnsla á Tálknafirði og því liggur ekki beint við að tengja vinnsluskyldu við úthlutaðan byggðakvóta. Það er hins vegar aðeins stutt í næstu vinnslu og þangað sækja nokkrir íbúar sveitarfélagsins vinnu, taka þarf tillit til þeirra starfsöryggi.

Sveitarstjórn Tálknafjarðar er því talsverður vandi á höndum að útdeila þeim gæðum sem byggðkvóti óumdeilt er. Sveitarstjórnin hefur nú samþykkt að óska eftir að ríkisvaldið standi við þær tillögur sem starfshópurinn lagði til og leyfa byggðakvótanum að nýtast öðrum atvinnugreinum enda þykir ljóst að uppbygging á fiskvinnslu í sveitarfélaginu ekki fyrirhuguð.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps er umhugað um bæði yngri og eldri borgara sveitarfélagsins og sýnir það með lækkun leikskólagjalda frá síðustu áramótum og að gera nú kröfu um að þeir sem fá úthlutaðan byggðakvóta greiði 20 kr. af hverju kílói af úthlutuðum byggðakvóta í sjóð til undirbúnings á byggingu dvalarheimilis á Tálknafirði.

Að öðru leyti eru óbreyttar óskir um breytingar á reglum um byggðakvóta, 30% verði skipt jafnt milli umsækjenda og 70% hlutfallslega. Löndunarskylda verður í Tálknafjarðarhöfn og vinnsluskylda ef ekki fæst samþykki fyrir framlagi til byggingar dvalarheimilis.
 

Bryndís Sigurðardóttir

sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundur

537. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
1
6. janúar 2019 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

 
Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundur

536. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
10. janúar 2019 og hefst kl. 18:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)

 
Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Þorrablót

Kæru Tálknfirðingar nær sem fjær og nærsveitungar senn líður að hinu árlega þorrablóti okkar sem verður haldið þann 26. janúar í félagsheimili okkar.
 

Munu listar til skráningar liggja frammi á efirtöldum stöðum: í versluninni hjá Jóhönnu, í sundlaug Tálknafjarðar og á Hópinu og munu þeir liggja frammi til 21. janúar.

Miðaverð verður auglýst síðar en reynt verður eftir fremsta megni að stilla því í hóf.

Einnig er hæg að hafa samband við Þór Magg fyrir þá sem eru lengra að komnir í síma 8932723.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mætta og skemmta sér í góðra vina hópi.
 

Kær kveðja, Þorrablótsnefndin

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón