A A A

Grænfáninn afhentur í sjöunda sinn

1 af 2

Í gær afhenti Bryndís Sigurðardóttir sveitarstjóri, Tálknafjarðarskóla sjöunda Grænfánann. Lára Eyjólfsdóttir tók við fánanum fyrir hönd skólans sem formaður Grænfánanefndarinnar.
 
Tálknafjarðarskóli flaggar grænfánanum svonefnda til marks um það starf sem unnið er í skólunum á sviði umhverfismenntar en skólinn fékk fánann afhentan í fyrsta sinn árið 2006. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

Kertaljós og kósíheit

Fjórir rithöfundar lesa úr bókum sínum þann 6. desember á Hópinu á Tálknafirði frá kl. 20:00 – 22:00, hugguleg kvöldstund með upplestri og tónlist.

Á mörkum mennskunnar – Jón Jónsson
Hans Blær – Eiríkur Örn Norðdahl
Svikarinn – Lilja Magnúsdóttir
Þorpið sem svaf – Reynir Traustason

Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandasýslu auglýsir eftir stuðningsaðila

Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandasýslu auglýsir eftir liðveitanda fyrir ungan dreng sem er nemandi í Tálknafjarðarskóla. Óskað er eftir karlmanni, 18 ára eða eldri.
 
Starfið felur í sér félagslegan og líkamlegan stuðning sem er aðlagaður að þörfum og áhugasviði barnsins.
 
Um er að ræða hlutastarf, 2-3 klst í viku og er því tilvalið sem starf með námi eða með öðru starfi.
 
Starfið er gefandi og skemmtilegt!
 
Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, ráðgjafi félagsþjónustunnar í síma 450-2300 eða á svanhvit@vesturbyggd.is.

Sveitarstjórnarfundur

534. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
29. nóvember 2018 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Rækja til sölu - Golfklúbbur Patreksfjarðar

Golfklúbbur Patreksfjarðar er með rækju til sölu til fjármögnunar á kaupum á nýrri brautarslátturvél, en gamla brautarvélin gaf upp öndina í sumar.

Rækjan er í 500 gr pokum og kostar pokinn kr: 1.000.-.

Það er hægt að panta rækjuna hjá Björg í síma 8461362 eða Brynju í síma 7751106.

Eða á Facbook síðunni hjá Golfklúbbi Patreksfjarðar.

 

Golfklúbburinn vill þakka Vestra ehf og Kampa ehf fyrir veittann stuðning.


Fundur um fiskeldi

Fimmtudaginn 22. nóvember verður haldinn umræðufundur fyrir íbúa um stöðu og næstu skref í leyfismálum varðandi fiskeldið í Patreks- og Tálknafirði.

Fundurinn verður haldinn á Hópinu Tálknafirði og hefst klukkan 17:00 þar sem forsvarsmenn Arctic Fish og Arnarlax munu sitja fyrir svörum.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón