A A A

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð frá kl. 11:30 fimmtudaginn 18. október og föstudaginn 19. október.
 

Kveðja, starfsfólk Tálknafjarðarhrepps.

Tálknafjarðarskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa

Tálknafjarðarskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í hlutastarf til að sinna fötluðum dreng við daglegar athafnir í skólanum. 
Upplýsingar í síma 4562537
 
Skólastjóri

Hádeg­is­fundur með sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur opinn fund í Félagsheimili Patreksfjarðar um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt.

Íslenskunámskeið - Íslenska 1b

Hefst 8. október 2018.

Námskeið fyrir fólk með lítinn grunn í íslensku, t.d. lokið einu íslenskunámskeiði eða hefur kunnáttu sem samsvarar því.

Farið er í stafrófið og framburð. Grunnorðaforði, úr daglegu lífi, er æfður með mjög einföldum setningum. Nemendur læra að segja svolítið frá sér, að spyrja einfaldra spurninga og að skilja mjög létta texta. Námskeiðið er seinni hluti af stigi 1 samkvæmt námskrá frá Menntamálaráðuneytinu.

Tími:Kennt mánudaga, miðvikudaga kl. 19-21. Hefst 8. október 2018.
Lengd: 30 kennslustundir.
Staður: Tálknafjörður.
Kennari: Rut Einarsdóttir

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

Sjá nánar hér: https://www.frmst.is/namskeid/tungumal/Islenska_1b_2/

Fundað með formönnum stjórnarflokkana

Rebekka Hilmarsdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason.
Rebekka Hilmarsdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason.

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fóru af haustfundi Fjórðungssambands Vestfjarða á Ísafirði í gær og flugu suður til Reykjavíkur í þeirri von að fá fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Markmið fundarins var að fara yfir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna niðurfellingar starfs- og rekstrarleyfa fiskeldisfyrirtækja í sveitarfélögunum tveimur.
 

Seinni partinn í gær var fundað með formönnum stjórnarflokkana þar sem þeim var greint frá þeim alvarlegum áhrifum sem úrskurðirnir hafa á íbúa sveitarfélaganna og það óvissuástand sem nú er uppi. Í sveitarfélögunum tveimur búa 1.268 manns, og hafa fyrirtækin tvö 165 manns á launaskrá, auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem þessar ákvarðanir snerta beint. Verði ekki brugðist strax við er ljóst að þetta mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni.
 

Á fundinum var greint frá því að stjórnvöld væru að vinna að tilteknum lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps standa nú frammi fyrir. Forsvarsmenn sveitarfélaganna treysta því að stjórnvöld veiti fyrirtækjunum skjól þannig að þau geti haldið sinni starfsemi áfram á meðan leyst er úr þeirri stjórnsýslulegu flækju sem upp er komin.
 

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar - baejarstjori@vesturbyggd.is

Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepp - oddviti@talknafjordur.is

Yfirlýsing frá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir og oddviti Tálknafjarðarhrepps, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflutting Ríkisútvarpsins um eldi í Patreksfirði og Tálknafiði, þar sem fullyrt er í frétt á vef Ríkisútvarpsins að aðeins séu fimm til tíu manns komin til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.

 

Þessari fullyrðingu er harðlega mótmælt enda er hún ekki byggð á staðreyndum né gögnum um fjölda starfa. Hið rétta er að bein störf fiskeldisfyrirtækjanna á svæðinu eru 170 talsins. Sveitastjórnir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps krefjast þess að Ríkisútvarpið leiðrétti fréttina og hvetja til þess að miðillinn vandi betur fréttaflutning sinn.

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón