A A A

Breyttur opnunartími

Frá og með mánudeginum 5. nóvember verður íþróttamiðstöð Tálknafjarðar opin sem hér segir:

Mánudaga: 07:00 - 21:00

Þriðjudaga: 08:00 - 21:00

Miðvikudaga: 07:00 – 21:00

Fimmtudaga: 08:00 – 21:00

Föstudaga: 07:00 – 20:00

Laugardaga og sunnudaga: 11:00-14:00


Áfram Ég - Sex lyklar að velgengni

1 af 2

Námskeiðið miðar að því að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri og greina stöðu sína sem einstaklinga og gera þeim kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur. Áfram Ég!

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja þátttakendur í sex lykilskrefum á leið þeirra til aukinnar velgengni í lífinu.

1. Samskipti. Í samskiptum er sjálfsmeðvitund mikilvæg, að gefa sér tíma, hlusta, hrósa og gagnrýna á uppbyggilegan hátt og semja þannig að allir gangi sáttir frá borði. Unnið með: Samskiptaform, samningatækni, áhrif og mikilvægi hegðunar í samskiptum.

2. Markmiðasetning. Til að ná árangri þarf að skipuleggja sig og setja sér markmið. Hvernig geri ég betur? Unnið með: DUMB aðferðafræðina, 80/20% regluna, tímastjórnun, aga og vilja. Leiðin út úr fullkomnunaráráttunni.

3. Sjálfsefling. Ferðalag með fyrirheit þar sem vilji og agi kallast á og skila þér á áfangastað. Unnið með: Styrkleika, sjálfstraust, áskoranir og þroskaferli.

4. Fjármál. Þarf ég að vera fátækur ef ég verð ekki ríkur? Unnið með: Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið.

5. Heilsa. Góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að því að geta gert það sem ég vil í lífinu. Unnið með: Mataræði, hreyfingu, hugarfar og hamingju.

6. Framkoma. Góð og örugg framkoma lætur mér líða betur í eigin skinni, styrkir mig sem einstakling og hvetur fólk til liðs við mig. Unnið með: Grunnatriði í framkomu og að öðlast kjark til að tjá mig fyrir framan fólk.

Kennari: Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Tími: Kennt föstudaginn 16. nóvember, kl. 20-22. 17 nóvember kl. 12-16 og 18. nóvember. kl. 09-11.
Lengd: 12 kennslustundir (3 skipti).
Staður: Patreksfjörður.
Verð: 49.000 kr.

Námskeiðið er frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.

Félagar í FosVest geta einnig sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu en þeir þurfa að skrá sig á vef Fræðslusetursins Starfsmenntar - smennt.is.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

Sjá nánar ásamt skráningu á námskeiðið.

Brautargengi fyrir góðar hugmyndir

Umsóknarfrestur um styrki í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða er til 12. nóvember svo frumkvöðlar og aðrir hugmyndaríkir einstaklingar á Tálknafirði ættu snarlega að byrja á spennandi umsókn í sjóðinn. Áhersluatriði sjóðsins að þessu sinni beinist að verkefnum sem styðja við búsetu ungs fólks á Vestfjörðum og verkefni sem efla samstarf á milli svæða á Vestfjörðum.
 
Næstkomandi fimmtudag, 8. nóvember, mun Vestfjarðarstofa vera með námskeið um gerð umsókna í Skor á Patreksfirði. Námskeiðið hefst. 20:00 og mun taka um það bil tvo tíma. Hér er linkur í skráningu á það námskeið: https://www.facebook.com/events/1933291980309570/ 
 
Á vef Fjórðungssambands Vestfjarða má nálgast með fréttir og leiðbeiningar um sjóðinn og nauðsynlegt að lesa sér vel til áður en hafist er handa við vinnslu umsóknar. Hér má nálgast fleiri upplýsingar http://www.vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/styrkumsoknir/.
 
Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða. Hann er í umsjón Vestfjarðastofu í umboði Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sjóðurinn veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Sérstök níu manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sér um að fara yfir umsóknir og úthluta styrkjum, á grundvelli Sóknaráætlunar Vestfjarða, áherslna og úthlutunarreglna, auk gæða umsókna og verkefna. Í úthlutun ársins 2019 verður væntanlega úthlutað allt að 50 milljónum króna úr sjóðnum. 

 
Heimilt er að sækja um framlag til allt að þriggja ára, enda sé styrkupphæð hærri en 1,5 milljón kr. árlega. Styrkjum til lengri tíma en eins árs verður úthlutað með fyrirvara um að Sóknaráætlun verði framlengd eftir árið 2019. 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri
 

Starfsfólk óskast

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina við sundlaugina í vetur.

Störf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, óskað er eftir starfskrafti um kvöld og helgar.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og
ekki er verra að hafa dálítið frumkvæði.
Æskilegt er að umsækjandi
kunni amk eitt tungumál auk íslenskunnar.
Umsækjendur skulu vera orðnir
18. ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.

Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá s
amkvæmt. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846-4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 31. október 2018.

Göngum út – kvennafrí 2018

Tálknafjarðarhreppur hvetur foreldra til að sækja börn sín tímanlega í leikskólann á morgun, 24. október því hugsanlega mun starfsfólk leikskólans ganga út kl. 14:55. Konur í starfi hjá Tálknafjarðarhreppi munu ekki verða látnar gjalda þess í launum sínum kjósi þær að taka þátt í þessu allsherjar átaki til að jafna laun kynja og gangi út kl. 14:55
 

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár!
 

Bryndís Sigurðardóttir, Sveitarstjóri

Breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að breytingu deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar í Tálknafirði.
 

Breytingin felst í því að byggingarreitur B2 er stækkaður til austurs og aðalagaður að landamerkjum að norðanverðu. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með miðvikudeginum 24. október til 5. desember 2018. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 5. desember 2018.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.

Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar Tálknafirði (.pdf)
Auglýsing Deiliskipulag Eysteinseyri (.pdf)
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón