Sveitarstjórnarfundur
531. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, þriðjudaginn 9. október 2018 og hefst kl. 18:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti.
531. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, þriðjudaginn 9. október 2018 og hefst kl. 18:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti.
Sveitarfélögin krefjast þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða, eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Artic Sea í Patreksfirði og Tálknafirði. Áhrif úrskurðarins eru gríðarleg á atvinnulíf og samfélög á sunnanverðum Vestfjörðum og verulegir hagsmunir í húfi.
Frá upphafi hafa sveitarfélögin gert þá skýlausu kröfu að faglega sé staðið að veitingu leyfa ásamt því að rannsóknum og virku eftirliti sé sinnt. Lögð hefur verið áhersla á að byggja upp ábyrga atvinnugrein í sátt við menn og náttúru og eru það því mikil vonbrigði komin sé upp sú staða að líf fólks og framtíðaráform séu sett í uppnám.
Ákall sveitarfélaganna er að þetta mál verði sett í algjöran forgang hjá ríkisstjórn og alþingi þannig að hægt verði að lágmarka þann skaða sem nú þegar er orðinn.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.
Vatnsveitur eru matvælafyrirtæki skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og bera ábyrgð á neysluvatni sem þær dreifa og að upplýsa neytendur og heilbrigðiseftirlit, sé það ekki öruggt til neyslu. Heilbrigðisfulltrúar sjá um reglubundnar sýnatökur og túlkun niðurstaðna rannsókna. Ef örverur greinast í sýnum yfir hámarksgildum þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin og eru úrbæturnar eru á ábyrgð vatnsveitna ef örverumengunin greinist í dreifikerfi eða vatnsbóli en húseigenda ef orsökin er í lögnum húss.
Þegar ákveðnir flokkar örvera greinast í neysluvatni gefur heilbrigðiseftirlitið, í samráði við heilbrigðisyfirvöld á svæðinu, út ábendingu til neytenda um að sjóða þurfi allt vatn sem drukkið er eða notað til matargerðar. Þessar leiðbeiningar verða hafðar aðgengilegar á vefsíðum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, Matvælastofnunar og Sóttvarnalæknis til upplýsingar fyrir almenning.
Verklag og leiðbeiningar þegar upp kemur mengun í neysluvatni:
Þegar sjóða þarf neysluvatn (.pdf)
Örverumengað neysluvatn – viðbrögð stjórnvalda og upplýsingar til almennings (.pdf)
530. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, fimmtudaginn 13. september 2018 og hefst kl. 18:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti.
Sigríður Inga dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði þriðjudaginn 25. september í áhaldahúsinu frá klukkan 14:00-15:30. Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin.
Ef dýr þarf aðra þjónustu þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 861-4568 á milli kl. 09:00 og 12:00 fyrir mánudaginn 24, september.
Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að ráða Bryndísi Sigurðardóttur sem næsta sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps ,úr hópi átta umsækjenda.
Bryndís er 56 ára gömul og viðskiptafræðingur að mennt. Rak og stofnaði bókhaldsskrifstofu, sem hún á enn hlut í, auk ýmissa annara starfa, nú síðast sem verkefnastjóri Öxarfjarðar í sókn sem skilgreind hefur verið sem bothætt byggð.
Auk hennar sóttu um starfið:
Berglind Ólafsdóttir
Bragi Þór Thoroddsen
Einar Magnús Ólafíuson
Glúmur Baldvinsson
Guðbrandur J. Stefánsson
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Þorsteinn Valur Baldvinsson