A A A

Sveitarstjórnarfundur

527. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, miðvikudaginn 18. júlí 2018 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Guðný Sverrisdóttir, Sveitastjóri.

Safnadagurinn að Hnjóti

Á sunnudaginn kemur, 15. júlí verður safnadagur á Hnjóti. Að venju verður messað í Sauðlauksdal og boðið uppá kaffiveitingar á Minjasafninu. Að auki mun Guðlaug Bergsveinsdóttir, þjóðfræðingur heimsækja safnið og fjalla um rannsókn sína á viðhorfum til forystufjár.

Dagskrá:
14:00 Messa í Sauðlauksdalskirkju
15:00 Kaffihlaðborð á Minjasafninu að Hnjóti
16:00 Og hann gerði bara allt sem að alvöru forustusauður átti að gera!
        Guðmunda Bergsveinsdóttir þjóðfræðingur, fjallar um rannsókn sína á
        viðhorfum til forystufjár

Allir velkomnir

Vestfjarðavíkingurinn 2018

Keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 12. til 14. júlí.


Keppt verður á eftirtöldum stöðum:

Fimmtudagur 12. júlí

kl.15 Patreksfjörður: Grindarburður, við Odda

kl.18 Tálknafjörður : Stangarpressur, sundlauginni

kl.19 Tálknafjörður: Tunnuhleðsla, í sundlauginni

Föstudagur 13. júlí

kl.12 Reykhólar: Steinapressur, við félagsheimilið

kl.17 Snæfellsbæ: Kútakast, Tröð Hellisandi

kl.18 Snæfellsbæ: Atlas steinn, Tröð Hellisandi

Laugardagur 14. júlí

kl.14 Búðardalur: Steinólfshellan við skólann

kl.15 Búðardalur: Réttstöðulyfta við skólann
 

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra til starfa

Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem er reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi starf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og hafa brennandi áhuga á að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf líka að eiga auðvelt með samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins og að vera talsmaður þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.
 

Starfsvið:

  • Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af sveitarstjórn.

  • Sveitarstjóri undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.

  • Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og sveitastjórnarmálum er æskileg.

  • Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur.

  • Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs.

  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2018.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
 
Umsóknum skal skilað til ráðningarstofu Capacent. Sjá auglýsingu á capacent.is

 


 

Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi, laugardaginn 30. júní

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi laugardaginn 30. júní frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á vesturhluta Rauðasands. Þetta er fjórði áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að gera það árlega og klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur, drykki og óvissuferð.
 

Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá landverði í síma 822-4081 eða senda póst á netfangið eddak@ust.is fyrir föstudaginn 29. júní. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á bílastæðinu við Saurbæjarkirkju kl. 10:40.

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/1023404834494039/
 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Dunhagi

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Dunhagi.

 

Breytingin felur í sér breytta landnotkun á þéttbýlisuppdrætti við skólasvæði Tálknafjarðar þar sem landnotkun verður breytt frá svæði fyrir þjónustustofnun og opnu svæði til sérstakra nota yfir í svæði fyrir verslun og þjónustu. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á reitnum og stækka þarf reitinn til að rúma skilgreinda landnotkun.
 

Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 18. júní til 30. júlí 2018 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Borgartúni 7b, 105 í Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 30. júlí 2018.

 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38 , 460 Tálknafirði.
 

Virðingarfyllst,

Óskar Örn Gunnarsson

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Tillaga að breytinu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Dunhagi Auglýsing (.pdf)
Tillaga að breytinu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018 Dunhagi Uppdráttur (.pdf)

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón