A A A

Fasteignamat hækkar í Tálknafjarðarhreppi um 18 %

Í júní hvert ár tilkynnir Þjóðskrá Íslands um nýtt fasteignamat. Það tekur gildi 31. desember sama ár og gildir næsta árið. Fasteignamat hækkar í Tálknafjarðarhreppi um 18% samkvæmt nýju mati frá þjóðskrá og heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 14% frá yfirstandandi ári. Hægt er að skoða fasteignamat einstakra eigna inni á https://www.skra.is með því að slá inn götuheiti eða fastanúmer eignar.

Deiliskipulag fyrir athafnasvæði fisk- og seiðaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirði

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Innstu Tungu í Tálknafirði.

Skipulagsvæðið er á Breiðaparti í landi Innstu Tungu fyrir innan þéttbýliskjarnann og afmarkast af Tálknafjarðarvegi nr. 617 að vestan, Maggalæk að norðan, fjöru að vestan og landamörkum Gileyrar að sunnan. Núverandi stærð svæðisins með landfyllingu er um 3,6 ha.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 28. maí nk. til 9. júlí 2018. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagið til 9. júlí 2018.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
Óskar Örn Gunnarsson

Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði fisk-og seiðiseldis í landi Innstu Tungu (.pdf)



Niðurstaða úr kosningu 26.maí 2018

Talningu er lokið á atkvæðum í kosningu til sveitastjórnar 26.maí 2018. Niðurstaða var sú að Ó - listi óháðra fékk 96 atkvæði og E - listi áhugafólks um eflingu samfélagsins fékk 47 atkvæði, auðir og ógildir 3 atkvæði.
 

Sæti raðast því þannig að Ó listi óháðra fær 4 menn og E - listi áhugafólks um eflingu samfélagsins fær 1.
 

Á kjörskrá í Tálknafirði voru 162 og kjörsókn var 90,12%.

             Kjörstjórn Tálknafjarðar.

Auglýsing um kjörfund í Tálknafjarðarhreppi

Kjörfundur í Tálknafjarðarhreppi vegna sveitarstjórnakosninga 26.maí 2018, verður haldinn í Tálknafjarðarskóla.
 

Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 18:00.
 

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa þeim sé þess óskað.
 

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Yfirflokkstjóri og flokksstjórar hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps

Yfirflokksstjóri

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Flokksstjórar

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

 

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri.

 

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, þeim skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Hreyfivika á Tálknafirði 21.-27.maí 2018

1 af 2

Ágætu bæjarbúar.
 

Haldinn hefur verið hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að vekja alla til umhugsunar um hreyfingu og hollustu. Ýmislegt er í boði og vonandi taka sem flestir þátt.
 

Fyrst og fremst hvetjum við alla til að leggja bílnum og fara gangandi eða hjólandi í vinnuna þessa viku. Munum að jákvætt hugarfar er smitandi.
 

Í boði verður:

  • Mánudagur 21.maí kl: 14. Hjólreiðatúr að Sveinseyri og gengið eftir fjörunni. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni.

  • Miðvikudaginn 23.maí kl: 17. Opinn zumbatími hjá Mayu.

  • Fimmtudaginn 24.maí kl: 19:30 Útijóga. Hittumst hjá Túngötu 39.

  • Föstudagur 25.maí kl: 17 Sjósund. Mæting við pollinn. Hver þorir ? Jón Örn verður okkur innan handar.

  • Laugardagur 26.maí kl: 14. Ganga á Tungufell og fara alla leið að Tunguvatni ef veður leyfir og áhugi er fyrir hendi.

  • Sunnudagur 27.maí kl: 16:30. Leikir á Tungutúni í umsjá U.M.F.T.

 

Tökum þátt og höfum gaman saman.

Tálknafjarðarskóli

 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón