A A A

Yfirflokkstjóri og flokksstjórar hjá Vinnuskóla Tálknafjarðahrepps

Yfirflokksstjóri

Tálknfjarðarhreppur leitar eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í vinnuskóla. Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið hjá Vinnuskóla í samstarfi við áhaldahús leiðbeina nemendum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga.

 

Flokksstjórar

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum, aðallega í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins og ýmsu öðru skemmtilegu.

 

Auglýst er eftir bæði körlum og konum, ungum og eldri.

 

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, þeim skal skilað á sveitarskrifstofuna eða á netfangið arnheidur@vesturbyggd.is

Tveir listar bjóða fram á Tálknafirði

Tvö framboð komu fram á Tálknafirði áður en framboðsfrestur rann út á laugardag. Framboðin voru bæði metin gild og orðið var við óskum þeirra um listabókstafi. Þessir listar verða því í framboði til sveitarstjórnar á Tálknafirði þann 26. maí næstkomandi:
 
E-listi.  Eflum Tálknafjörð, listi áhugafólks um eflingu samfélagsins.
Ó-listi. Óháðir, listi óháðra.
 
             kjörstjórn.

Sveitarstjórnarfundur

523. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, mánudaginn 7.maí 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

1. Ársreikningur Tálknafjarðarhrepps 2017. fyrri umræða.

2. Fundargerð Fræðslu-Íþrótta,- Menningar og Æskulýðsnefndar

          
Sveitarstjóri

Sveitarstjórnarfundur

522. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, mánudaginn 30.apríl 2018 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf
)

Sveitarstjóri

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga

Kjörstjórn Tálknafjarðar tekur við framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26.maí 2018
á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38, laugardaginn 5.maí 2018 milli kl. 10:00 og 12:00.

Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is

Kjörstjórn Tálknafjarðar.

Tveggja vikna leiklistar námskeið

Tveggja vikna leiklistar námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára á sunnanverðum Vestfjörðum. Á námskeiðinu verður kennt helstu aðferðir leikarans. Farið verður yfir skapandi ferla listamannins; spuni, leiktúlkun, raddmótun, textavinna og karaktersköpun. Við kynnum líka aðra möguleika listarinnar sem tengjast leikhúsinu og kvikmyndum. 

Fyrstu vikuna verður námskeiðið á Patreksfirði, aðra vikuna á Bíldudal og svo verður haldin uppskeruhátið á Hópinu í Tálkafirði, þar sem hópurinn mun horfa á afraskturinn og er foreldrum boðið"

Einnig fá krakkarnir tækifæri á að taka þátt í gerð stuttmyndar eftir námskeiðið.

Námskeiðið verður alla virka daga kl: 10:00 – 16:00 frá 2. – 13. Júlí.
Börnin verða sótt og keyrð heim í lok dags í rútu.

Gjald: 19.900kr

Til að senda fyrirspurnir eða bóka pláss sendið á 456leiklist@gmail.com

 

Facbook viðburður: https://www.facebook.com/events/2056254544648989/

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón