A A A

Húsið - House of Creativity

Hjónin Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia opnuðu síðastliðinn föstudag HÚSIÐ - House of Creativity í Gömlu Verbúðinni á Eyrargötu á Patreksfirði. Starfsemi Hússins hefur frá því það opnaði síðasta sumar verið í Merkisteini, Aðalstræti 72 á Patreksfirði en flyst nú í stærra og hentugra húsnæði. Í HÚSINU í Gömlu Verbúðinni verða listasýningar, ljósmyndasýningar, tónleikar, handverksverslun og skrifstofurými til útleigu.

Fyrsta sýningin hjá þeim nefnist „Kraftur Jurta“ og er lokaverkefni Dagrúnar Írisar í grafískri hönnun frá Myndlistarskólanum á Akureyri. Dagrún Íris myndskreytti og endurgerði á nútímalegan hátt gamalt rit frá árinu 1880 er ber nafnið “Lítil Ritgjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta eptir ýmsa höfunda” og er safnað saman af Jóni Jónssyni garðyrjumanni. Ritið fjallar um lækningamátt og vinnslu nokkura jurta sem finnast í íslenskri náttúru.
 

Það verður margt á dagskrá í HÚSINU-Gömlu Verbúðinni á þessu ári en þau hjón fengu styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að setja upp fjölbreytta menningardagskrá fyrir árið 2018. Hægt er að fræðast meira um starfsemina hjá þeim á heimasíðu Hússins: www.husid-workshop.com og svo er hægt að finna HÚSIÐ á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram undir Húsið-House of Creativity.

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. 

Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018.
 

Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins;

https://fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/umhverfisstefna/umhverfissjodur/

 

Sumarstörf við sundlaug og tjaldsvæði

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina og tjaldsvæðið á Tálknafirði.

Starf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, dag, kvöld og helgar.
 

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 50% staða.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og sýni frumkvæði í starfi.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18. Ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 20. maí.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2018.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Opnunartími íþróttahúss yfir páska

Opnunartími íþróttahúss Tálknafjarðar yfir páska!

29. mars – Skírdagur opið 11-14

30.mars – Föstudagurinn langi LOKAÐ

1. apríl – Páskadagur LOKAÐ

2. apríl – Annar í páskum opið 11-14

 

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð 14. og 15. mars.

Vegna námskeiðs.
 

Kveðja, starfsfólk Tálknafjarðarhrepps

Gjaldskrá fyrir móttöku á gámavelli

Frá og með 01. apríl verður breyting á móttöku sorps á gámavelli þar sem tekin verður upp notkun klippikorts fyrir gjaldskyldan úrgang. Fyrsta klippikortið er innifalið í sorpgjöldum og gildir fyrir móttöku á 4m3. Kortið er afhent húseigendum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og þar verður einnig hægt að kaupa viðbótarkort sem kostar kr. 8.500.

Meðfylgjandi er gjaldskrá fyrir móttekið sorp á gámavelli. Gjaldskránni er ætlað að mæta kostnaði við förgun sorps sem ekki ber úrvinnslugjald, það er pressanlegur rekstrarúrgangur sem fer í urðun, húsgögn, timbur, járn og úrgangur frá framkvæmdum. Þeir flokkar sem bera úrvinnslugjald svo sem raftæki, rúlluplast og hjólbarðar eru gjaldfrjálsir á gámavelli. Gjaldskráin gildir einnig fyrir fyrirtæki sem koma með sorp á gámavöll.
 

Gjaldskrá fyrir móttöku á gámavelli (.pdf)

 

Eldri færslur
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón